Fækkum slysum á rafmagnshlaupahjólum Ágúst Mogensen skrifar 30. maí 2022 10:00 Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slysavarnir Rafhlaupahjól Samgönguslys Ágúst Mogensen Umferðaröryggi Mest lesið Halldór 01.11.25 Halldór Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Slysum á rafmagnshlaupahjólum fjölgaði mikið í fyrra en samkvæmt nýlegri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi slasaðist 131 einstaklingur á rafmagnshlaupahjóli árið 2021 samanborið við 35 árið áður. Hafa ber í huga að skráningin byggir á lögregluskýrslum og því má gera ráð fyrir að fleiri hafi slasast og leitað sér aðhlynningar án aðkomu lögreglu. Samkvæmt rannsókn á rafskútuslysum á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór á bráðamóttöku Landspítala á þriggja mánaða tímabili árið 2020 og greint er frá í 5. tölublaði Læknablaðsins (2021), kemur fram að 149 einstaklingar leituðu sér aðstoðar vegna slysa á rafmagnshlaupahjólum eða að meðaltali 1,6 á dag. Í 60% tilvika var orsök slyss of mikill hraði, viðkomandi missti jafnvægið eða ójafna í götu. Reyndust 79% barna hafa notað hjálm en einungis 17% fullorðinna. Þá voru 40% 18 ára og eldri undir áhrifum áfengis. Þessar upplýsingar vekja upp spurningar hvernig þróunin verður á þessu ári og hvernig við getum fækkað þessum slysum. Fall er ekki alltaf fararheill Það er eðlilegt að fjöldi slysa aukist samhliða aukinni notkun á rafmagnshlaupahjólum, en það þýðir ekki að það sé ásættanlegt. Fall af rafskútu er algeng orsök slysa, alveg eins og á reiðhjólum og bifhjólum. Þetta snýst að hluta um jafnvægi og hæfni sem þarf að þjálfa upp. Oft þarf að sveigja frá hættu eða hemla snögglega, sérstaklega í þéttri umferð. Athyglin þarf að vera í lagi og hraðinn eftir aðstæðum. Þeir sem eru óvanir þurfa að auka færni sína jafnt og þétt og temja sér varnarakstur. Háir kantar, brúnir og ójafnt yfirborð er varasamt en þarna kemur líka að ábyrgð veghaldara við hönnun og viðhald stíga og gatna. Og hvað sem fólk gerir, ekki vera undir áhrifum áfengis á rafmagnshlaupahjóli. Þá er hvert hjól gert fyrir einn aðila, alls ekki farþega. Meiðsli á höfði, andliti og efri útlimum Undanfarin ár hafa birst nokkrar rannsóknir á meiðslum sem fólk hlýtur á rafmagnshlaupahjólum og ákveðin mynd farin að birtast. Meiðsli á efri útlimum eru algeng, fólk ýmist lendir á hliðinni við fall eða ber hendur fyrir sig. Þá eru höfuð- og andlitsmeiðsli algeng en notkun á hjálmum og hlífðarfatnaði er ábótavant. Hér getum við gert betur, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem hvetja starfsfólk til að nota rafmagnshlaupahjól. Öll fyrirtæki ættu að eiga hjálma fyrir starfsfólkið sem hægt er að sótthreinsa eftir notkun. Það er hluti af góðri öryggismenningu. Deilum stígnum án þess að deila um hann Þó fall af rafmagnshlaupahjóli sé algeng orsök slyss þá hafa orðið alvarleg slys þar sem árekstur verður með öðru ökutæki eða gangandi vegfaranda. Mikilvægt er að fara varlega og hægja á sér við gatnamót stíga og gatna og halda sig hægra megin. Að deila stíg eða götu með öðrum vegfarendum á öruggan hátt felur m.a. í sér að allir fylgja sömu reglum um umferð. Það verður að vera taktur og fyrirsjáanleiki í umferðinni og merkjagjöf í lagi, við megum ekki koma öðrum vegfarendum á óvart með svigakstri, eða stytta okkur leið þannig að hætta skapist. Þá er meiri hætta á árekstrum. Að sama skapi þurfa ökumenn bifreiða að taka tillit til umferðar rafmagnshlaupahjóla. Verði árekstur við bifreið mun ökumaður rafmagnshlaupahjólsins undantekningalítið verða sá sem fellur eða meiðist. Við ráðum ferðinni Það er alltaf freistandi að þrengja lagaramma til þess að breyta hegðun. Það er gott og gilt í mörgum tilvikum en gleymum ekki samtakamætti fólks sem leiðir til bættrar öryggismenningar. Okkar viðhorf og skoðanir hafa áhrif á hegðun annarra. Ef hópurinn ákveður að það sé ekki sniðugt að fara ölvaður á rafmagnshlaupahjól þá þarf ekki afskipti lögreglu. Ef mamma eða pabbi segja að nota eigi hjálm þá er líklegt að það verði gert. Nýjung eins og rafmagnshlaupahjól þurfa aðlögunartíma, menningin kringum þau er ennþá í mótun og við ráðum ferðinni. Rafmagnshlaupahjól eru frábær samgöngutæki, umhverfisvæn, ódýr og taka lítt pláss sé þeim lagt rétt. Sameinumst um ábyrga notkun, ábyrga hegðun og fækkum slysum. Höfundur er sérfræðingur í forvörnum hjá Verði tryggingum.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun