Skoðun

Ætti stór­eigna­fólk að fá fleiri at­kvæði en eigna­lítið fólk?

Sigmar Vilhjálmsson skrifar

Hvernig myndi samfélagið okkar virka ef að atkvæðisréttur einstaklinga færi eftir eignum og launum einstaklinga? Þeir sem ættu mest og með hæstu launin fengu 10 atkvæði í Alþingiskosningum en þeir sem hafa lægstu launin fengu bara hálft atkvæði. Væri samfélagið betra?

Samtök atvinnulífsins, sem fer með samningsumboð fyrir allan vinnumarkaðinn virkar þannig. Þau fyrirtæki sem borga mest fá flest atkvæði í stefnu og málefnum samtakanna.

Auðvitað skilur það lítil og meðalstór fyrirtæki eftir án raddar og áhrifa.

Atvinnufjelagið er opið öllum litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi með það að markmiði að standa vörð um hagsmuni þess umhverfist sem þau starfa í.

Meðalstórt fyrirtæki á Íslandi er með allt að 160 starfsmenn. Með því að skrá þitt fyrirtæki þá flýtir þú þeim breytingum sem nauðsynlegar eru í atvinnulífinu. Tíminn er núna.

Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.




Skoðun

Sjá meira


×