Þrír nýir skrifstofustjórar í nýja ráðuneytinu Atli Ísleifsson skrifar 27. maí 2022 11:13 Ari Sigurðsson, Sigríður Valgeirsdóttir og Jón Vilberg Guðjónsson. Stjr Sigríður Valgeirsdóttir, Ari Sigurðsson og Jón Vilberg Guðjónsson hafa öll tekið við stöðum skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skipaði þau Sigríði og Ara að undangenginni auglýsingu og þá hefur Jón Vilberg verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins. Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Þar segir að að loknu heildarmati í kjölfar skýrslu hæfnisnefndar hafi það verið mat ráðherra að Sigríður Valgeirsdóttir og Ari Sigurðsson skyldu skipuð í embættin. „Sigríður Valgeirsdóttir hefur tekið við embætti skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar. Hún lauk BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands árið 1988 og doktorsprófi í sameinda- og frumulíffræði við læknadeild Uppsalaháskóla árið 1998. Sigríður lauk stjórnendaþjálfun á vegum Roche og London Business School árið 2011 og alþjóðlegri IPMA gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík árið 2013. Hún hefur m.a. starfað sem verkefnastjóri hjá Urði Verðandi Skuld, sem stjórnandi og framkvæmdastjóri hjá Nimblegen Systems of Iceland LLc / Roche Nimblegen og sem framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Roche Nimblegen á Íslandi. Þá starfaði Sigríður sem framkvæmdastjóri hjá Roche Dia Operations / Roche Pharma í Þýskalandi og sem verkefnastjóri hjá Decode Genetics á Íslandi. Frá árinu 2018 hefur hún verið sérfræðingur og staðgengill skrifstofustjóra nýsköpunar í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samhliða fyrri störfum hefur Sigríður einnig setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja, svo sem hjá lyfjafyrirtækinu EpiEndo Pharmaceuticals, Nopef (The Nordic Project Fund) og í Háskólaráði Háskóla Íslands. Ari Sigurðsson tekur við embætti sem skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni. Hann hefur lokið viðskiptafræði (cand.oecon.) frá Háskóla Íslands og MBA námi frá Norwegian Business School-B.I. í Osló. Ari, sem einnig er löggiltur verðbréfamiðlari, starfaði m.a. áður sem deildarstjóri hjá Sparibanka Íslands, fjármálastjóri Myllunnar-Brauða, framkvæmdastjóri Hjartaverndar og lána- og deildarstjóri hjá Íslandsbanka, áður Glitni banka. Þá hefur hann sinnt störfum og verkefnum á vegum Stjórnarráðsins, sem sérfræðingur í bankamálum við embætti sérstaks saksóknara og sem sérfræðingur á fjárlagaskrifstofu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Síðustu ár hefur Ari starfað sem fjármálastjóri Fjármálaeftirlitsins og framkvæmdastjóri fjármála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Skrifstofa framkvæmdar og eftirfylgni var sett á laggir við stofnun hins nýja háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis 1. febrúar sl. Helstu verkefni skrifstofunnar eru framkvæmd fjárlaga, samningagerð og samskipti við ríkisaðila. Skrifstofa stefnumörkunar var sett á laggir á sama tíma, en þar undir falla framtíðarsýn, fjármálaáætlun, frumvörp og alþjóðasamskipti. Báðar skrifstofur vinna þvert á málaflokka ráðuneytisins og fara þær sameiginlega með útfærslu á fjármálaáætlun og fjárlögum. Þá hefur Jón Vilberg Guðjónsson verið fluttur í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu yfirstjórnar í ráðuneytinu. Skrifstofan fer með samhæfingu í starfi ráðuneytisins, annast samskipti við Alþingi og stofnanir þess og innri stjórnsýslu ráðuneytisins, mannauðsmál forstöðumanna stofnana ráðuneytisins, hefur yfirsýn og fylgist með starfi stjórna, nefnda og verkefnahópa á vegum ráðuneytisins. Þá heyrir skjalasafn og málaskrá ráðuneytisins undir skrifstofuna. Jón gegndi áður embætti skrifstofustjóra á skrifstofu háskóla og vísinda í mennta- og menningarmálaráðuneyti. Jón Vilberg lauk embættisprófi í lögum frá Háskóla Íslands 1988 og LL.M. prófi frá Queen Mary, Lundúnaháskóla, í hugverka- og upplýsingatæknirétti 1998. Hann hefur átt sæti í netöryggisráði, áfrýjunarnefnd hugverkaréttinda á sviði iðnaðar, verið ritari höfundaréttarnefndar og sinnt kennslu í alþjóðlegum höfundarétti, einkaleyfarétti og upplýsingatæknirétti á háskólastigi,“ segir á vef ráðuneytisins.
Vistaskipti Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira