Skoða hversu margir hér á landi hafa farið aftur heim til Úkraínu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 26. maí 2022 22:01 Sameinuðu þjóðirnar segja að hátt í 2,2 milljónir Úkraínumanna hafi farið aftur til Úkraínu. Þó Rússar einblíni nú á austurhluta Úkraínu er eyðileggingin víða, þar á meðal í Irpin við Kænugarð. AP/Natacha Pisarenko Dæmi eru um að flóttafólk frá Úkraínu sem hafa dvalið hér á landi hafi snúið aftur heim. Stöðugur straumur fólks er þó enn til Íslands en gera má ráð fyrir að flóttamenn verði yfir þrjú þúsund í árslok með þessu áframhaldi. Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Frá því að stríðið hófst fyrir rúmum þremur mánuðum hafa tæplega 6,7 milljónir Úkraínumanna þurft að flýja landið, þar af rúmlega 1,1 milljón í maí mánuði. Hægt hefur á komu flóttamanna til Íslands undanfarnar vikur en þó er enn nokkur fjöldi að koma hingað. „Við erum komin með 1.056 flóttamenn frá Úkraínu en í heildina hafa 1.631 flóttamaður komið til landsins og það er algjört met,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðarstjóri móttöku flóttamanna, um stöðu mála í dag. Þó að það haldi áfram að fjölga í hópi flóttamanna frá Úkraínu hafa einhverjir hafi snúið aftur til heimalandsins, tæplega 2,2 milljónir samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna. „Við vitum að einhverjar tvær milljónir Úkraínumanna eru farnir til baka til Úkraínu, við vitum svo sem ekki hversu margir hafa farið héðan enn þá, það er þó verið að reyna að skoða það,“ segir Gylfi. Sjálfur segist hann hafa heyrt af einhverjum sem hafa farið frá Íslandi aftur til Úkraínu. „Við höfum svona heyrt af því en við erum ekki með konkret dæmi um það, eða þá hversu margir það eru,“ segir hann enn fremur. Óháð því er þó ljóst að róðurinn heldur áfram að þyngjast og er verið að leita lausna til að sinna þeim fjölda flóttamanna sem áætlað er að komi hingað á næstunni. „Ef að þetta heldur svona áfram með þessum hraða þá má búast við að flóttamenn á Íslandi verði um þrjú þúsund í árslok. Það er mikið mikið meira en nokkurn tímann hefur verið, þannig við þurfum að vanda okkur og halda þessu starfi okkar áfram,“ segir Gylfi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47 Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31 Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Vaktin: Sjö almennir borgarar látið lífið í Kharkív í dag Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir að það sé hættulegra að láta undan kröfum Pútíns en að ögra honum. 26. maí 2022 07:47
Hafa fyrst og fremst flutt skotfæri til notkunar í Úkraínu Íslenska ríkið hefur greitt 125 milljónir króna fyrir flutning á hergögnum til notkunar í Úkraínu. Fyrst og fremst er um skotfæri að ræða. 23. maí 2022 23:31
Segir heiminn á vendipunkti Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í dag að það hvort hægt væri að stjórna heiminum með valdbeitingu myndi velta á niðurstöðu stríðsins í Úkraínu. Heimurinn stæði á vendipunkti. 23. maí 2022 11:09