Rjómablíða í borginni liðkaði fyrir viðræðum Tryggvi Páll Tryggvason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 26. maí 2022 19:07 Fulltrúar flokkanna funduðu í Elliðaárdal í dag. Stöð 2 Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, segir að meirihlutaviðræður í Reykavík gangi vel. Hún leyfir sér að vera bjartsýn á að flokkarnir nái saman, en treystir sér ekki til að segja hvenær það verði. Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu. Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Framsóknarflokkurinn, Píratar, Samfylkingin og Viðreisn ákváðu í vikunni að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Fulltrúar flokkanna funduðu í veðurblíðunni í Elliðaárdlanum í dag. Alexanda ræddi ganginn í viðræðunum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara býsna vel held ég. Það er búið að vera mjög góður dagur í dag og góður dagur í gær. Í gær og dag vorum við mest að ræða barnamálin. Í dag fórum við líka í velferðina og náðum aðeins að koma inn á íþróttamálin. Í rauninni gengur bara mjög vel og ég leyfi mér að vera nokkuð bjartsýn,“ sagði Alexandra. Bætti hún við að veðrið hafi ekki skemmt fyrir og fulltrúarnir hafi meðal annars leyft sér að njóta veðurblíðunnar í dag. Flokkarnir ákváðu að ganga til formlega viðræðna í vikunni.Ragnar Visage Segir hún enn fremur að ekki sé byrjað að ræða mögulega skiptingu embætta á milli flokka. Málefnin verða rædd fyrst. „Við viljum helst vera með góða málefnalega lendingu áður en við förum að velta hinu of mikið fyrir okkur. Það er líka bara skynsamlegt,“ sagði Alexandra. Píratar útiloka ekki borgarstjórastólinn Mikið hefur verið rætt um að annað hvort Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar verði áfram borgarstjóri, eða að Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, fái það hlutverk. En hvað með Pírata, vilja þeir ekki fá þann stól? „Við útilokum það ekki þegar þar að kemur. Það er augljóst skilaboðin frá Reykvíkingum að þeir vilji sjá aðeins meiri Pírata. En við þurfum ekki að pæla í því núna, þetta er allt til umræðu.“ Þá segist hún ekki geta sagt til um hvenær lending fæst í viðræðurnar, þó Alexandra voni að það verði fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýs kjörtímabils, þann 7. júní næstkomandi. „Við verðum bara að fá sjá til.“ Rætt var við Alexöndru í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Sjá má á viðtalið í klippunni hér að neðan. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af myndbandinu.
Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Píratar Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Borgarstjórn Tengdar fréttir Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31 Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42 Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50 Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Einar segir að ákalli kjósenda um breytingar í Reykjavík verði svarað Formlegar meirihlutaviðræður hófust í Reykjavík í dag. Oddviti Framsóknarflokksins segir að ákalli kjósenda um breytingar verði svarað. En í samningaviðræðum verði allir að gefa eitthvað eftir. 25. maí 2022 18:31
Harðlínugrænir Píratar í viðræður með aukið umboð Píratar hyggjast leggja áherslu á loftslagsmál, lýðræði og gagnsæi í meirihlutaviðræðum sínum við Framsókn, Samfylkinguna og Viðreisn. 24. maí 2022 14:42
Útilokanir vinstriflokka hafi komið í veg fyrir viðræður til vinstri Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir ekki hafa komið til viðræðna um vinstri meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur vegna útilokana Vinstri grænna og Sósíalista daginn eftir sveitarstjórnarkosningar. Flokkarnir sem nú reyni að mynda meirihluta eigi margt sameiginlegt hvað málefni varðar. 24. maí 2022 13:50