Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson varpaði fram hugmynd um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali eftir bikarleik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“ Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“
Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki