Sigurður Ragnar kallar eftir sameiningu á Suðurnesjum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:30 Sigurður Ragnar Eyjólfsson varpaði fram hugmynd um sameiningu Keflavíkur og Njarðvíkur í viðtali eftir bikarleik liðanna. Vísir/Hulda Margrét Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur í Bestu deild karla, vill að lið hans verði sameinað við lið Njarðvíkur í Reykjanesbæ. Þetta lét Sigurður hafa eftir sér í kjölfar þess að Njarðvíkingur fleygðu Keflvíkingum úr leik í nágrannaslag liðanna í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær. Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“ Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Flestir bjuggust við öruggum sigri Keflavíkur er Njarðvíkingar heimsóttu á HS Orku-völlinn í Reykjanesbæ. Liðin eru bæði til húsa í bænum og aðeins 800 metrar á milli heimavalla þeirra. Gestirnir, sem leika í 2. deild karla, virðast þó hafa náð að gíra sig betur í leikinn þar sem Kenneth Hogg kom Njarðvík yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik og Magnús Þórir Matthíasson tvöfaldaði þá forystu á 39. mínútu. Færeyingurinn Patrik Johannessen minnkaði muninn skömmu fyrir leikhlé en Magnús Þórir, sem lék með Keflavík um árabil, skoraði sitt annað mark á 63. mínútu áður en Oumar Diouck innsiglaði óvæntan 4-1 sigur Njarðvíkur á grönnunum. Það er ekki á hverjum degi sem Njarðvík vinnur Keflavík í fótbolta, hvað þá þegar tvær deildir skilja liðin að. Þótti Nacho Heras, varnarmanni Keflavíkur, tapið svo neyðarlegt að hann sá ástæðu til að biðja stuðningsmenn Keflavíkur afsökunar á Twitter eftir leik. „Mig langar að biðjast afsökunar því að frammistaða okkar var hræðileg í kvöld,“ sagði meðal annars í færslunni sem hefur nú verið eytt. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum vonsvikinn en þótti stemningin frábær á meðal þeirra 1.200 áhorfenda sem lögðu leið sína á völlinn. Í ljósi fjöldans á vellinum kallaði hann eftir sameiningu liðanna tveggja í samtali við Fótbolti.net, því úr geti orðið Suðurnesjastórveldi. „Ég sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum,“ sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net. „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur,“
Keflavík ÍF Mjólkurbikar karla Besta deild karla UMF Njarðvík Reykjanesbær Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn