„Við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 10:45 Uvalde í Texas er heimabær Matthew McConaughey. Gary Miller/Getty Images Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey hefur tjáð sig um skelfilegu skotárásina sem átti sér stað í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í gær en bærinn er heimabær McConaughey. Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27