„Við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. maí 2022 10:45 Uvalde í Texas er heimabær Matthew McConaughey. Gary Miller/Getty Images Bandaríski stórleikarinn Matthew McConaughey hefur tjáð sig um skelfilegu skotárásina sem átti sér stað í grunnskóla í bænum Uvalde í Texas í gær en bærinn er heimabær McConaughey. Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Skotárásin, sem átti sér stað í Robb grunnskólanum í bænum, er ein sú mannskæðasta á síðari árum í Bandaríkjunum en að minnsta kosti nítján börn á aldrinum sjö til tíu ára og tveir fullorðnir féllu. Uvalde er smábær í Suður-Texas einungis rúmum 80 kílómetrum frá landamærum Mexíkó en íbuar bæjarins telja um 15 þúsund. Faraldur sem við getum stjórnað „Enn og aftur höfum við sannað að við erum ófær um að vera ábyrg fyrir þeim réttindum sem frelsið færir okkur,“ segir McConaughey í færslu á Twitter síðu sinni. Hann kallar eftir því að Bandaríkjamenn líti í spegil og átti sig á þeim fórnum sem færa megi til að gera morgundaginn að öruggari stað. „Við megum ekki andvarpa enn einu sinni, afsaka og taka þessum skelfilega raunveruleika sem sjálfsögðum hlut.“ „Þetta er faraldur sem við getum stjórnað, sama hvar við stöndum vitum við að við getum gert betur. Við verðum að geta betur. Aðgerða er þörf svo ekkert foreldri muni þurfa að upplifa það sem foreldrar barnanna í Uvalde hafa gengið í gegnum“ segir í yfirlýsingu McConaughey sem lesa má í heild sinni hér að neðan. Uvalde, Texas, USA. pic.twitter.com/0iULRGtREm— Matthew McConaughey (@McConaughey) May 25, 2022 Minntist ekki á byssur Í athugasemdum við færslu sína er McConaughey þó gagnrýndur fyrir að minnast ekki einu orði á hið raunverulega vandamál, nefnilega byssurnar. Ekki sé heldur fyrir að fara neinu ákalli um breytingar á löggjöf í færslunni. say “guns,” Matt. It’s ok. you can say it. say what the problem is.— Casey Cwynar (@CaseyCwynar) May 25, 2022 This is beautifully written, Sir, but it would really help to include a clear call-to-action. Which policies do you feel a consensus can build around? Which do you most support? Are there gun reform leaders you follow? Folks could benefit from that direction and pursue change.— Charlotte Clymer 🏳️⚧️🇺🇦 (@cmclymer) May 25, 2022 Ekki var sama hlutleysisyfirbragð í ávarpi Steve Kerr, þjálfara NBA-liðsins Golden State Warriors, á blaðamannafundi í gær. Kallaði hann eftir ýmsum umbótum í byssulöggjöf og gagnrýndi þá öldungardeildarþingmenn Bandaríkjaþings sem ekki eru hlynntir breytingunum.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Ein mannskæðasta skólaskotárás seinni ára: Fórnarlömbin flest á aldrinum sjö til tíu ára Nemendurnir fjórtán sem létust í skotárásinni í grunnskóla í Uvalde í Texas-ríki voru á aldrinum sjö til tíu ára. Árásin er ein sú mannskæðasta í sögu skólaskotárasa í Bandaríkjunum. 24. maí 2022 23:27