Kolbrún sorgmædd vegna meirihlutans sem er í pípunum Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2022 13:50 Kolbrún ræðir við Hildi Björnsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins, í nýafstaðinni kosningabaráttunni. Hún segist sorgmædd og kvíði komandi kjörtímabili því nú sé sú von úti að þau geti komið sínum málum fram, í þágu fólksins í borginni. vísir/vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, leiðtogi Flokks fólks í borginni, lýsir yfir sárum vonbrigðum með þann meirihluta sem nú stefnir í. „Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“ Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira
„Í borginni var ég að vonast eftir breytingum þannig að fólkið sjálft, þjónusta við það og aðbúnaður þeirra sem hafa það bágt yrði bætt. Þetta eru forgangsmál okkar í Flokki fólksins en mér finnst fólkið sjálft og þarfir þess ekki hafa verið forgangsmál þessa meirihluta samanber alla þessa biðlista og vaxandi fátækt í borginni með tilheyrandi vanlíðan,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi. Í dag kynntu leiðtogar Samfylkingar, Pírata, Framsóknarflokks og Viðreisnar það að þau séu nú í viðræðum um meirihlutasamstarf í Reykjavík. Blásið var til blaðamannafundar af því tilefni og helst á þeim sem þar voru fyrir svörum að skilja að fátt geti komið í veg fyrir að af því samstarfi verði. Kolbrún segir þetta mikil vonbrigði. Hana, og þau í Flokki fólksins, langaði mjög að fá tækifæri til að vinna að breyttri forgangsröðun í þágu fólksins næsta kjörtímabil. „Sú von er úti en eftir því sem ég heyri, þá heldur þessi meirihluti áfram og þeirra áherslur eru ekki líklegar til að breytast. Alla vega ekki mikið, held ég. Þess vegna er ég sorgmædd og leið og kvíði næsta kjörtímabili og því að geta ekki haft áhrif til að breyta.“ Kolbrún segist ætla að halda áfram, eftir sem áður, að benda á það sem betur má fara og leggja fram tillögur um breytingar. „Eins og ég hef gert í miklum mæli, ég hef verið mjög afkastamikil en málum okkar í minnihluta hefur bara verið hafnað. Eins og margoft hefur komið fram hjá okkur í minnihlutanum.“
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Fleiri fréttir Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Sjá meira