Þessi 35% skipta máli fyrir kvikmyndaframleiðslu á Íslandi Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 23. maí 2022 16:30 Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Kvikmyndagerð á Íslandi Alþingi Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Á Alþingi í dag mælti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar. Breytingin felur í sér að stærri verkefni, sem uppfylla ákveðin skilyrði sem fram koma í lögunum, geti sótt allt að 35% endurgreiðslu framleiðslukostnaðar. Þau skilyrði eru þrenn en það er að framleiðslukostnaður sem fellur til við framleiðslu viðkomandi kvikmyndar eða sjónvarpsefni hér á landi séu að lágmarki 200 milljónir króna. Að um sé að ræða framleiðslu þar sem tökudagar hér á landi séu að lágmarki 30 talsins og heimilt er að telja eftirvinnslutímabil verkefnis hér á landi með í þeirri tölu. Þá að fjöldi starfsmanna sem vinna beint að verkefninu séu að lágmarki 50. Fyrir önnur verkefni sem ekki uppfylla framangreind skilyrði er hlutfallið óbreytt eða 25%. Þessar tillögur eru í samræmi við þær áherslur sem fram koma í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að efla alþjóðlega samkeppnishæft stuðningskerfi við framleiðslu kvikmynda- og sjónvarpsefnis og málefnaáherslur Framsóknar í aðdraganda kosninga. Aukin heldur er þetta í takt við kvikmyndastefnu fyrir Ísland til ársins 2030 sem gefin var út í október 2020. Endurgreiðslur standa bæði innlendum og erlendum aðilum til boða. Það eru ákveðin skilyrði sem þarf að uppfylla en þau eru m.a. að viðkomandi kvikmyndaframleiðsla sé til þess fallin að koma íslenskri menningu á framfæri, kynna sögu lands eða náttúru og/eða að viðkomandi framleiðsla sé til þess fallin að stuðla að aukinni reynslu, þekkingu á listrænum metnaði þeirra sem að framleiðslunni standa. Sífellt algengara er að þjóðir bjóði upp á sérstakar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar og á undanförnum árum hefur hlutfall endurgreiðslu farið hækkandi þar sem samkeppni Íslands er hvað mest á sviði kvikmyndaframleiðslu. Meðal annars er hlutfallið komið upp í 35% á Írlandi og Möltu og er það því mikið hagsmunamál fyrir okkur sem þjóð og okkar samkeppnisstöðu á þessum markaði að lögin séu endurskoðuð í því skyni að sækja fram á þessu sviði. Ógrynni tækifæra felast í því að efla kvikmyndaframleiðslu á Íslandi en þessi breyting mun gera íslenskan kvikmyndaiðnað samkeppnishæfan og mun hafa mikla þýðingu fyrir alla hagaðila sem að borðinu koma. Verkefni af þessum toga eru atvinnuskapandi, gjaldeyrisskapandi og landið öðlast kynningu erlendis sem getur skilað sér í jákvæðari ímynd og auknum gjaldeyristekjum vegna komu ferðamanna hingað til lands. Við erum í kjörstöðu til að gera breytingar sem hafa í för með sér fjölmörg ný og spennandi störf og um leið aukum við til muna útflutningsverðmæti þjóðarbúsins og er það mikilvægt og jafnframt gleðilegt. Það á að skipta okkur öllu máli og er okkur mikið hagsmunamál að við beitum okkur fyrir því að fá til okkar stærri og umfangsmeiri kvikmyndaverkefni til vinnslu á Íslandi. Auðséð er að hvatar til kvikmyndagerðar, líkt og hærra endurgreiðsluhlutfall af framleiðslukostnaði, gegna lykilhlutverki í ákvörðunartöku kvikmyndaframleiðenda um staðsetningu verkefnis. Því ætlum við að skapa okkur sess og vera fremst meðal jafningja í kvikmyndaframleiðslu og vera eftirsóknarverður kostur fyrir framleiðendur. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun