Það hefur lengi andað köldu á milli Breiðabliks og Stjörnunnar, erkifjenda úr nágrannasveitarfélögunum Kópavogi og Garðabæ. Það virðist þó ekki trufla þessi tvö.
Damir og Katrín deildu myndum hvort af öðru á Instagram um helgina þar sem þau annars vegar sátu að snæðingi á Te & kaffi og hins vegar nutu veðurblíðunnar við Hvaleyrarvatn. Katrín á einn son úr fyrra sambandi og Damir er tveggja barna faðir.
Katrín, sem er uppalin KR-ingur, hefur farið vel af stað með Stjörnunni á tímabilinu þar sem hún hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum. Þá útskrifaðist hún á dögunum sem skurðhjúkrunarfræðingur, nóg að gera hjá þessum öfluga framherja.
Damir er klettur í hjarta varnar Blika sem hafa unnið fyrstu sjö leikina sína í deildinni. Blikar fengu reyndar þrjú mörk á sig í fyrrakvöld gegn Fram en það kom ekki að sök þar sem liðið skoraði fjögur.

