Einar boðar flokksmenn til fundar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2022 12:04 Oddvitar níu framboða í Reykjavík mætast í kappræðum á Stöð 2 Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Framsóknarfólk hefur verið boðað til fundar í kvöld til að ræða þrönga stöðu sem komin er upp í meirihlutaviðræðum í borginni. Oddviti flokksins telur sig í sterkri samningsstöðu og segir Framsókn vilja borgarstjórastólinn. „Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“ Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
„Nú hef ég boðað Framsóknarfólk til fundar á Hverfisgötu í kvöld. Það er mikilvægt að kjörnir fulltrúar eigi samtal við grasrót flokksins til að ræða þá stöðu sem komin er upp og ég býst við að sá fundur verði líflegur og málefnalegur,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknar. Öll á lista flokksins auk stjórna Framsóknarfélaga í Reykjavík eru boðuð til að ræða það að einungis einn kostur er nú á borðinu - ætli Framsókn að taka þátt í meirihlutaviðræðum. „Viðreisn hefur lokað á samstarf með Sjálstæðisflokki, Vinstri Græn ætla ekki að mynda meirihluta með öðrum flokkum og þá er ekki hægt að telja upp í tólf með stjórn til hægri.“ Viðræður við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn blasa því við. Einar segir það ekki sjálfsagðan kost fyrir Framsókn og því þurfi að ræða málið. Hann segir málefnalegan samhljóm meðal flokkanna að miklu leyti til staðar en telur þó kjósendur hafa kallað eftir breytingum. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingar. Framsóknarfólk hefur áhuga á stóli borgarstjóra.Vísir/Vilhelm „Þetta ákall er líka innan Framsóknarflokksins. Við þurfum bara að meta það hvernig við getum best náð árangri næstu fjögur árin og hvar við getum knúið fram breytingar í borginni,“ segir Einar. Hann telur Framsókn í sterkri stöðu gagnvart hinum flokkunum. „Vegna þessa skýra ákalls sem er um breytingar í borginni. Þá er Framsókn í sterkri samningsstöðu.“ Einar segir oddvita flokkanna í reglulegu sambandi en engin ákvörðun hefur enn verið tekin um formlegar viðræður og fundur er ekki kominn á dagskrá. Hann segir Framsóknarfólk hafa áhuga á stóli borgarstjóra. „Að sjálfsögðu vill Framsókn komast í þá stöðu þar sem hún getur haft mest áhrif.“
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira