Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. maí 2022 20:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira