Meltir fréttir dagsins áður en blásið verður til formlegra viðræðna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. maí 2022 14:55 Einar Þorsteinsson segir stöðuna gjörbreytta eftir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar um að bandalag með Samfylkingu og Pírötum væri eini kosturinn fyrir flokkinn. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segist þurfa að meta stöðuna sem upp er komin borginni og ræða við sitt fólk áður en flokkurinn fer í meirihlutaviðræður við Viðreisn, Samfylkingu og Pírata. Oddviti Viðreisnar er afdráttarlaus um að síðastnefndu flokkarnir þrír ætli að halda saman. „Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar. Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
„Þessi vika hefur liðið með samtölum milli flokkanna og ég hef lýst því skýrt að ég væri tilbúinn að vinna bæði til hægri og vinstri, svo lengi sem það væri grundvöllur fyrir því að knýja fram breytingar í borginni,“ segir Einar í samtali við Vísi. Fyrr í dag lýsti Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar, yfir áhuga hennar flokks, auk Samfylkingar og Pírata, á að ganga til formlegra meirihlutaviðræðna við Framsóknarflokkinn. „Nú er bara einfaldlega, með þessari afdráttarlausu yfirlýsingu Viðreisnar, verið að fækka kostum Framsóknar um einn,“ segir Einar. Þar vísar hann til þess mögulega meirihluti sem Framsókn og Viðreisn gætu myndað með Sjálfstæðisflokki og Flokki fólksins. Ljóst er að sá meirihluti verður ekki myndaður ef bandalag Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata heldur. „Þá er bara komin ný staða í borginni,“ segir Einar. Hann segist ekki geta tjáð sig um hvort hann muni þiggja boð flokkanna um að ganga til formlegra viðræðna. Fyrst þurfi hann að ræða við bakland sitt í flokknum og ræða stöðuna. Hann segir afdráttarlausa yfirlýsingu Viðreisnar breyta landslaginu svo nokkru varði, sérstaklega í ljósi þess að Vinstri græn hafa lokað á allt mögulegt meirihlutasamstarf. Til að mynda meirihluta með Framsóknarflokki og Flokki fólksins þarf Sjálfstæðisflokkurinn einn borgarfulltrúa til, sem ekki fengist nema með aðkomu VG eða Viðreisnar. Það virðist nú svo gott sem útilokað. Engin pressa Einar telur ekki að með samvinnu flokkanna þriggja sé verið að þrýsta á hann að mynda meirihluta með ákveðnum flokkum. „Við höfum fullt sjálfstæði til að taka okkar eigin ákvarðanir. Við getum líka farið í minnihluta næstu fjögur ár ef við teljum að þessir flokkar séu ekki tilbúnir að semja við okkur um þær áherslur sem við töluðum fyrir í kosningabaráttunni,“ segir Einar. Ef til viðræðna komi muni Framsókn nálgast þær af opnum huga en hafa að leiðarljósi skýrar áherslur um að borgarbúar vilji sjá breytingar. Augljós málefnagrundvöllur „Nú þarf ég að ræða við mitt bakland og ætla aðeins að melta þetta í rólegheitunum,“ segir Einar. Hann ítrekar að flokkurinn geti unnið til hægri jafnt sem vinstri, og telur að sjá megi málefnagrundvöll hjá Framsókn og flokkunum sem nú hafa myndað með sér bandalag. „Ég held að menn sjái alveg að það er málefnaleg samleið með þessum flokkum og Framsókn, eins og mörgum öðrum flokkum og Framsókn. Það er ekkert útilokað í þessum efnum. En nú þarf ég að ræða við mitt bakland,“ segir Einar.
Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira