Musk hafnar ásökunum og vill koma á fót málsóknarteymi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. maí 2022 11:07 Musk segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast, heldur séu þær liður í pólitískum árásum Demókrataflokksins í sinn garð. Dimitrios Kambouris/Getty Ríkasti maður heims, Elon Musk, hafnar þeim ásökunum sem á hann eru bornar um kynferðislega áreitni. Greint var frá því á dögunum að flugfreyja sem starfaði fyrir fyrirtæki hans sakaði hann um að hafa berað sig við konuna, káfað á henni og boðið henni greiðslu fyrir kynlíf. And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina. Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira
And, for the record, those wild accusations are utterly untrue— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Business Insider greindi frá málinu í fyrradag, og sagði atvikið hafa átt sér stað árið 2016. Fyrirtækið sem flugfreyjan starfaði hjá, Space-X, er þá sagt hafa greitt konunni 250.000 dollara sátt í málinu, gegn því að hún undirritaði þagnarsamkomulag. Þá hefur Musk skorað á vinkonu flugfreyjunnar, sem Business Insider vísar til í umfjöllun sinni, að lýsa einhverju á líkama hans, til að mynda örum eða húðflúrum, sem ekki sé á vitorði almennings. „Hún mun ekki geta það, því þetta gerðist aldrei,“ tísti Musk í gær. But I have a challenge to this liar who claims their friend saw me “exposed” – describe just one thing, anything at all (scars, tattoos, …) that isn’t known by the public. She won’t be able to do so, because it never happened.— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk hefur sagt ásakanirnar runnar undan rifjum pólitískra andstæðinga sinna, sem hann segir leynast innan raða Demókrataflokksins í Bandaríkjunum. Hann hefur þó ekki nafngreint neinn þessara meintu pólitísku andstæðinga. Áður en fréttir af ásökunum á hendur Musk birtust hafði suðurafríski auðmaðurinn varað við því á Twitter að pólitískar árásir á hann myndu stigmagnast á næstu mánuðum. Þá sagðist hann áður hafa kosið Demókrata, en nú væri hann orðinn Repúblikani, þar sem fyrrnefndi flokkurinn væri flokkur sundrungar og haturs. Í sömu andrá sagðist hann telja að árásir Demókrata í hans garð myndu koma í ljós. Political attacks on me will escalate dramatically in coming months— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 In the past I voted Democrat, because they were (mostly) the kindness party.But they have become the party of division & hate, so I can no longer support them and will vote Republican.Now, watch their dirty tricks campaign against me unfold … 🍿— Elon Musk (@elonmusk) May 18, 2022 Í gær greindi Musk frá því að fyrirtæki hans, Tesla, hygðist koma á fót teymi lögfræðinga sem væri sérstaklega hugsað til þess að hefja og framkvæma málsóknir. Frá þessu greindi auðmaðurinn á Twitter, og auglýsti þar með eftir umsóknum í teymið. Tesla is building a hardcore litigation department where we directly initiate & execute lawsuits. The team will report directly to me. Please send 3 to 5 bullet points describing evidence of exceptional ability.justice@tesla.com— Elon Musk (@elonmusk) May 20, 2022 Musk stendur nú í ströngu á sviði samfélagsmiðla, en fyrir skemmstu var greint frá því að hann hefði fengið samþykkt 44 milljarða dollara kauptilboð sitt í samfélagsmiðilinn Twitter. Nýjustu fregnir af kaupunum herma þó að hann vilji breyta samningnum eða komast undan honum, þar sem hann telji hlutfall gervireikninga á samfélagsmiðlinum hærra en áður var talið. Stjórn Twitter ætlar hins vegar að freista þess að láta Musk standa við gerðan samning. Musk hefur undanfarna daga sagt að ekki sé hægt að ljúka viðskiptunum fyrr en botn fæst í hversu hátt hlutfall reikninga á Twitter eru yrki sem birta amapósta. Hann heldur því fram að hlutfallið sé allt að fjórfalt hærra en þau innan við 5% sem Twitter hefur sagt í tilkynningum til bandarískra yfirvalda í gegnum tíðina.
Bandaríkin MeToo Tesla SpaceX Twitter Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Sjá meira