Fyrrverandi Spánarkonungur snýr heim úr útlegð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 21. maí 2022 14:31 Jóhann Karl I, fyrrverandi Spánarkonungur, í Sanxenxo í gær. GettyImages Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, sneri heim úr 2ja ára útlegð um helgina. Þjóð og þing eru klofin í garð konungs, þingmenn vinstri flokkanna kalla hann samviskulausan þjóf, en hægri flokkarnir fagna heimkomu hans. „Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar. Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
„Lifi konungurinn“ hrópaði fólkið sem var samankomið við Siglingaklúbbinn í Sanxenxo á Norður-Spáni í gær þegar Jóhann Karl, fyrrverandi konungur Spánar, kom þangað til að fylgjast með stærstu siglingakeppni Spánar. Þar með sneri konungurinn fyrrverandi heim úr nær 2ja ára sjálfskipaðri útlegð, en hann flúði land og fór til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þegar opinber sakamálarannsókn hófst gegn honum fyrir meinta mútuþægni, peningaþvætti og skattsvik. Rannsókn á misferli konungs felld niður Þessar rannsóknir voru felldar niður fyrir tveimur mánuðum, ekki af því að hann var saklaus, heldur af því að nánast ómögulegt verður að draga hann fyrir dóm þar sem hann braut af sér sem konungur og því nýtur hann friðhelgi. Og þar með getur hann óhræddur snúið aftur til Spánar. En það eru langt í frá allir Spánverjar jafn ánægðir með endurkomu konungsins aldna. Þingmenn vinstri flokkanna drógu hvergi af sér, kölluðu Jóhann Karl samviskulausan og spilltan þjóf og mörgum finnst ósvífið að hann snúi aftur til Spánar án þess að veita neinar útskýringar á framferði sínu eða biðja þjóðina afsökunar, eins og reyndar nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sagt skorinort í fjölmiðlum í aðdraganda heimsóknarinnar. Þjóðin klofin í afstöðu sinni til konungsins Það er óhætt að segja að spænska þjóðin sé klofin í tvennt gagnvart Jóhanni Karli, á tvo mismunandi vegu. Fjölmiðlar á vinstri vængnum, rétt eins og stjórnmálamenn, fara hörðum orðum um hinn fyrrverandi konung, en hægri miðlar og þingmenn hægri flokkanna segja að manninum sé frjálst að ferðast að vild, öllum rannsóknum hafi verið hætt og því skuldi hann engum neitt. Svo má líka segja að þjóðin skiptist eftir aldri, eldri kynslóðir minna á að konungurinn eigi ríkan þátt í því að lýðræði komst á á Spáni, þegar hann hafi hindrað valdarán hersins árið 1981. Yngri kynslóðir muna eða þekkja þetta síður og leggja meiri áherslu á að hann hafi hegðað sér með ósæmilegum og glæpsamlegum hætti. Hvað sem því líður, þá er konungurinn aldni í heimsókn á Spáni um helgina. Hann heimsækir son sinn, Filippus VI, í konungshöllina í Madrid á mánudag. Þar fær hann þó ekki að gista og að heimsókn lokinni heldur hann aftur í sína sjálfskipuðu útlegð til Abú Dabí þar sem allt útlit er fyrir að hann verji síðustu árum ævi sinnar.
Spánn Kóngafólk Tengdar fréttir Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35 Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31 Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43 Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29 Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Rannsókn hætt á fjársvikum fyrrverandi Spánarkonungs Saksóknari á Spáni hefur hætt rannsókn á meintum skattsvikum og fjármálamisferli Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs Spánar og ásökunum um að hafa þegið mútur frá Sádi-Arabíu. Konungurinn fyrrverandi hyggst dvelja áfram í sjálfskipaðri útlegð fjarri Spáni. 12. mars 2022 14:35
Staðfesta að Jóhann Karl er í Sameinuðu arabísku furstadæmunum Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, hefur haldið til í Sameinuðu arabísku furstadæmunum frá 3. ágúst síðastliðnum síðan hann flúði heimalandið vegna fjársvikamáls sem er til rannsóknar á Spáni. 17. ágúst 2020 16:31
Jóhann Karl yfirgefur Spán vegna fjársvikamáls Fyrrverandi konungur Spánar, Jóhann Karl, segir í bréfi stíluðu á son sinn Filippus VI. Spánarkonung að hann hyggist yfirgefa Spán vegna ásakana um fjárhagslegt misferli. Bréfið var birt á vef spænsku konungsfjölskyldunnar í dag. 3. ágúst 2020 17:43
Ásakanir um spillingu fyrrverandi Spánarkonungs Forsætisráðherra Spánar lýsti áhyggjum sínum að uppljóstrunum um spillingarmál Jóhanns Karls, fyrrverandi konungs, sem er til rannsóknar á Spáni og í Sviss. Fyrrverandi konungurinn er sakaður um að hafa þegið milljónir evra í mögulegar mútur frá Sádi-Arabíu. 8. júlí 2020 21:29