Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 19:37 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar telur líklegt að hreyfing komist á meirihlutaviðræður í borginni á morgun eða strax eftir helgi. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Fimm ára refsing eftir misheppnað smygl á amfetamíni í barnakoju Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sjá meira
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04