Þrisvar sneri ég við í tröppunum Hilmar Kristensson skrifar 19. maí 2022 14:30 Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skiptið komst ég upp hálfar tröppurnar en sneri þá við. Líka í annað skiptið. „Nei andskotinn, ég get þetta ekki,“ hugsaði ég með mér, með hjartað í buxunum. Í þriðja skiptið komst ég alla leið á stigapallinn, en sneri strax við og hljóp niður. Hitti þá á Þuríði Aradóttur vinkonu mína sem var líka á leiðinni upp. „Ég get þetta ekki,“ stundi ég. „Ekkert kjaftæði,“ sagði hún. „Þú getur þetta víst, komdu með mér.“ Og svo tók hún í höndina á mér og hreinlega dró mig upp. Ég var mættur á dansnámskeið hjá SÁÁ. Edrú. Það erfiðasta sem ég hafði gert á ævinni. Bara hugsunin um að dansa edrú fékk mig til að rennsvitna. En ég lét vaða, þökk sé Þuríði. Og mætti aftur. Eftir þriðja skiptið leið mér allt í einu eins og skipt hafi verið um peru í hausnum á mér. Þetta var semsagt hægt, að vera edrú innan um fólk að dansa og skemmta sér. Kannski eins gott, eftir allar meðferðirnar. Hvert er ég að fara með þessari upprifjun af dansnámskeiðinu örlagaríka árið 1985? Jú, að minna á hvað edrú félagslíf getur skipt miklu máli í batanum. Ef fólk sem fer í meðferð við fíknsjúkdómnum ætlar að ná árangri, þá segir það skilið við vímugjafatengdar skemmtanir og félagsstarf. En hvað kemur þá í staðinn? Þörfin fyrir félagsskap fer ekkert Maður er nefnilega manns gaman, ölvaður sem edrú. Frumherjarnir í SÁÁ áttuðu sig á þörfinni fyrir alkóhólista í bata að hittast og eiga góðar stundir saman við vímugjafalausar kringumstæður. Dansnámskeiðin urðu til, útihátíðirnar, skemmtikvöldin, árshátíðirnar, leiklistarnámskeið, fluguhnýtingarnámskeið, þorrablót, kvennakvöld, bingó, félagsvist, kótilettukvöld... Þannig hefur þetta verið alla tíð. SÁÁ hefur haldið úti félagsstarfi sem hluta af bataferlinu. Í raun má segja að félagsstarfið geri SÁÁ að því sem samtökin eru. Þetta félagsstarf hefur skiljanlega þróast í samræmi við tíðarandann og almennan áhuga. Í þessum efnum skiptir fjáröflun samtakanna gríðarmiklu máli og að margra mati eru fjáraflanir á borð við Álfasöluna hápunktur félagsstarfsins með mörg hundruð þátttakendur. Á fulla ferð eftir heimsfaraldur Heimsfaraldurinn hafði mikil áhrif á félagsstarfið innan SÁÁ, líkt og annars staðar. En um leið og fór að slakna á sóttvarnaklónni, þá spýttum við í lófana. Óhætt er að segja að félagsstarfið blómstri sem aldrei fyrr og þörfin fyrir það er sú sama og alltaf áður. Fólk á öllum aldri tekur þátt í félagsstarfinu og það er sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað unga fólkið í SÁÁ er hugmyndaríkt og hvetjandi í þeim efnum. Nokkur úr þeim hópi eru byrjuð með metnaðarfullt hlaðvarp undir heitinu „Taka tvö“ þar sem þau láta gamminn geisa um edrúlífið. Þetta er stórskemmtilegt og fræðilegt hlaðvarp sem er að finna á öllum efnisveitum. Danskennslan er á sínum stað, skákin, félagsvistin, fluguhnýtingarnar, briddsið og tónleikarnir. Það verða tónleikar með Bubba 20. maí, vorfagnaður28. maí, barnaskemmtun í Fjölskyldugarðinum, útihátíð á Skógum um verslunarmannahelgina og golfmót síðsumars. Svo má nefna að bakhjarlar SÁÁ hittast á tveggja vikna fresti. Með haustinu verður svo gefið enn betur í, enda vantar ekki hugmyndirnar. Starfsemi SÁÁ er jafn mikilvæg og nauðsynleg og við stofnun fyrir 45 árum. Félagsstarfið er órjúfanlegur þáttur í því sem tekur við að lokinni meðferð.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun