Smitrakning kennara utan vinnu telst ekki til útkalls Ólafur Björn Sverrisson skrifar 19. maí 2022 11:28 Þorgerður Laufey Diðriksdóttir er fráfarandi formaður Félags grunnskólakennara. Vísir/Vilhelm/Aðsend Félagsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að grunnskólakennarar eigi ekki að fá greitt samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um útkall, fyrir aðstoð sem þeim var gert að veita við smitrakningu utan vinnutíma vegna Covid-19 faraldursins. Greitt verður því samkvæmt ákvæðum kjarasamnings um hefðbundinn yfirvinnutíma. Aukavinna kennara fólst í því að veita upplýsingar um smitrakningu þegar í ljós kom að smitaður nemandi hafði verið hjá þeim í kennslustund. Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð. Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í málinu var deilt um ákvæði kjarasamnings Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í grein 2.3.3. samningsins er kveðið á um greiðslur vegna útkalls. Tekið var fram í dóminum að í útkalli fælist að starfsmaður væri kallaður til vinnu óvænt og ófyrirséð í frítíma sínum, að hefðbundnum vinnutíma loknum. Deila aðila sneri þannig að því hvort unnt væri að skýra ákvæði kjarasamningsins um útkall, svo rúmt að það tæki einnig til aðstoðar við smitrakningu sem kennarar inntu af hendi að heiman utan vinnutíma. Af hálfu Félags grunnskólakennara var því haldið fram að aldrei hafi verið samþykkt að smitrakning utan vinnutíma skyldi teljast til sjálfboðavinnu. Ekki sé fyrir að fara vinnu- eða réttarsambandi við sóttvarnaryfirvöld heldur starfi þeir eingöngu fyrir sveitarfélögin sem beri að greiða þeim fyrri alla vinnu sem sé unnin í samræmi við kjarasamning aðila. Útkall felur í sér mætingu á vinnustað Stefndu, Samband íslenskra sveitarfélaga, hélt því hins vegar fram að skólastjórnendur ákveði ekki hvernig staðið skuli að smitrakningu innan veggja skólanna, heldur liggi ábyrgð á smitrakningu hjá smitrakningarteymi og sóttvarnarlækni. Geti fyrirmæli sem stafi frá opinberum aðilum í þágu almannaheilla í stað vinnuveitanda aldrei talist hluti af starfsskyldum sem greiða skuli sérstaklega fyrir. Ákvæði 2.3.3. greinar kjarasamningsins hafi þar að auki ekki tekið efnislegum breytingum frá því að dómur félagsdóms frá 2. júli 2003 féll, en þá var því slegið föstu að í útkalli felist einungis að starfsmaður þurfi að fara á vinnustað til að inna vinnu af hendi. Félagsdómur féllst á þessi rök Sambands íslenskra sveitarfélaga og sýknaði þar með sambandið af kröfum kennara um greiðslu vegna vinnunnar. Hægt er að lesa dóminn í heild sinni á vef Félagsdóms. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grunnskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Stéttarfélög Skóla - og menntamál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira