Vaktin: Borubrattir Rússar segja fall Maríupól marka þáttaskil Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 18. maí 2022 06:43 Úkraínskir hermenn í haldi Rússa í Maríuól. AP Svíar og Finnar hafa skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.„Finnland og Svíþjóð hafa komist að samkomulagi að fara í ferlið hönd í hönd og á morgun skilum við umsóknunum inn saman,“ sagði Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, á fundi með forseta Finnlands í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Ríkismiðlar Rússlands hafa fagnað ákvörðun Úkraínumanna að hætta bardögum í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól ákaft. Álitsgjafar í sjónvarpi, bloggarar og aðrir hafa lýst sigrinum sem þeim stærsta hernaðarsigri Rússa um árabil. Rússar segjast byrjaðir að nota nýja kynslóð leiservopna í Úkraínu. Þau vopn eiga að vera hönnuð til að brenna dróna á lofti og blinda gervihnetti. Aðstoðarforsætisráðherra Rússlands segir að tekist hafi að brenna dróna í fimm kílómetra fjarlægð á fimm sekúndum. Á morgun halda Andersson og Sauli Niinistö, forseti Finnlands, til Washington til fundar við Joe Biden Bandaríkjaforseta. Réttarhöld hófust í dag yfir rússneska hermanninum Valdim Shishimarin, 21 árs, sem er sakaður um að hafa skotið 62 ára mann til bana í norðausturhluta Úkraínu. Shishimarin er fyrsti hermaðurinn sem hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi í átökunum sem nú standa yfir en hann játaði sök við upphaf réttarhaldanna í dag. Örlög hundruða bardagamanna sem voru fluttir frá Azovstal-verksmiðjunni í gær eru óljós en rússneska þingið mun í dag fjalla um tillögu sem bannar fangaskipti á liðsmönnum Azov-sveitarinnar, sem voru meðal þeirra sem vörðust í Azovstal. Óljóst er hvort einhverjir meðlimir sveitarinnar eru meðal þeirra sem hafa gefist upp. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er sagður munu tilkynna í dag að hann eigi í viðræðum við Rússa, Úkraínumenn, Tyrki, Bandaríkjamenn og ESB um að koma útflutningi á kornvöru frá Úkraínu og áburði frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi aftur af stað. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Fleiri fréttir Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Sjá meira