Hluti af vandanum eða hluti af lausninni? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 17. maí 2022 16:00 Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Í gær flutti dómsmálaráðherra frumvarp sitt um útlendingamál á Alþingi. Við erum flest meðvituð um að tugir milljónir manna eru á flótta í heiminum í dag. Myndin er enn skýrari nú þegar stríð er hafið í Úkraínu og milljónir manna eru á flótta þaðan. En þrátt fyrir að vita að flótti frá heimalandi sé veruleiki tugmilljóna eru það samt alltaf sögurnar af einstaklingum sem snerta okkur mest. Sögur af fólki Í umræðum um þetta mál á þinginu í gær nefndi ég sögu sem hreyfði mikið við mér á sínum tíma. Sögu sem segir af stefnu Íslands gagnvart fólki á flótta. Það var saga af sýrlenskri konu sem vann í leikskólanum Vinagarði. Sagan situr í mér af þeirri einföldu ástæðu að dóttir mín var einu sinni í þessum frábæra leikskóla. Konurnar sem þar störfuðu eiga stað í hjarta mínu eftir þau góðu ár. Í fréttum kom fram að konan vann í leikskólanum í hálft ár. Maríu Sighvatsdóttur aðstoðarleikskólastjóri hafði þetta um konuna að segja: „Hún hefur ofboðslega góða nærveru, er áhugasöm og lagði sig mikið fram við að kynnast starfinu. Það var gott að vinna með henni, ég lærði mjög margt af henni. Hún kenndi börnunum og lærði svo af okkur og þeim líka. Þannig að allir græddu á vinnu hennar hér. Hennar er virkilega sárt saknað.“ Konunni var vísað til Grikklands vegna þess að hún hafði hlotið alþjóðlega vernd þar. Íslensk yfirvöld höfnuðu því að taka mál hennar til efnismeðferðar þar sem Grikkland er sagt öruggt ríki fyrir flóttamenn. Við vitum að ég held öll að þar beið hennar þó ekkert sérstakt skjól. Ég spurði dómsmálaráðherra þess vegna í gær hvort það væri rétt að með þessu frumvarpi væri verið að boða framhald á því að fólk sem hefur fengið alþjóðlega vernd á stöðum eins og í Grikklandi verði vísað frá Íslandi. Hvort það verði meginreglan að gera engan greinarmun á því hvar fólk hefur fengið vernd. Hin „raunverulega þörf“ Rökstuðningur ríkisstjórnarinnar hefur verið sá að fólk sem hefur þegar fengið vernd í öðru landi sé ekki í hópi fólks sem er í „raunverulegri þörf“ fyrir vernd hérlendis. Rauði krossinn hefur þó bent á að óalgengt sé að fólk sem veitt hefur verið alþjóðlega vernd í ríkjum norður Evrópu sæki um vernd hér. Stærsti hópurinn komi hins vegar frá Grikklandi, Ítalíu og Ungverjalandi, þar sem aðstæður flóttafólks eru óviðunandi skv. Rauða krossinum. Örlög sýrlensku konunnar urðu þau að börnin í leikskólanum kvöddu hana öll, hvert og eitt, með því að faðma hana en án þess að vita að í framhaldinu kvaddi hún líka Ísland. Það er áhugavert að hugsa til þess hvers vegna svona fór. Ekki var ástæðan sú að fækka þurfti starfsfólki. Það vantar starfsfólk í marga leikskóla um allt land. Ekki var ástæðan heldur sú að konan vildi ekki halda áfram að starfa í leikskólanum. Og konan var mikils metin af starfsfólki. Mikils metin af börnunum. Mikils metin af foreldrum barnanna. Ástæðan var einfaldlega sú að þessari konu urðu á þau mistök að hafa lent í stríðinu í Sýrlandi og að hafa ekki komið beinustu leið til Íslands á flótta sínum, heldur fyrst til Grikklands. Sagan frá Íslandi Saga þessarar konu er sorgleg en sagan sem börnin í Vinagarði munu heyra þegar fram líða stundir er þó ekki síður sorgleg. Það er sagan af því hverjar aðstæður geta verið á Íslandi gagnvart fólki í neyð. Eftir að hafa lesið frumvarp dómsmálaráðherra er svarið skýrt um að sögur sem þessar verða hluti af stefnu stjórnvalda. Og reyndar verður tónn íslenskra stjórnvalda harðari í garð fólks á flótta en áður. Staða fólks á flótta er stórpólitískt efni í samfélagi þjóðanna. Og ég óttast að með þessu frumvarpi séum við að stíga það skref að Ísland verði hluti af vandanum sem heimurinn stendur frammi gagnvart fólki á flótta fyrir frekar en að vera hluti af lausninni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar