Milljarði fjárfest í heilbrigðissprotafyrirtæki Eiður Þór Árnason skrifar 17. maí 2022 10:41 Frá opnun skrifstofu NeckCare í Winston Salem í Norður Karólínu. Aðsend Íslenska heilbrigðistæknifyrirtækið NeckCare hefur lokið rúmlega eins milljarðs króna fjármögnun en félagið hefur þróað lausnir til greiningar og endurhæfingar á hálsskaða. Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare. Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira
Verður fjármagninu varið til sölu og markaðssetningar á vörum fyrirtækisins í Bandaríkjunum og í aukna vöruþróun. Framtakssjóðurinn Iðunn sem er í rekstri Kviku eignastýringar leiðir fjárfestinguna ásamt þátttöku núverandi hluthafa og nýrra fjárfesta. Fram kemur í tilkynningu að NeckCare hafi á undanförnum árum unnið að rannsóknum, einkaleyfisvernd og þróun hugbúnaðar til hlutlægra greiningar og meðferðar á hálsskaða. Stjórnendur segja að vörur félagsins hafi verið notaðar hérlendis með góðum árangri en nýlega var opnuð sérstök höfuð- og hálsáverkamóttaka sem nýtir sér tækni NeckCare. Byggir á rannsóknum sjúkraþjálfara Að sögk NeckCare byggja heilbrigðislausnir þess á áralöngum vísindarannsóknum Dr. Eyþórs Kristjánssonar, sjúkraþjálfara sem þróaði og sannprófaði nýtt klínískt matspróf á hreyfistjórn hálsins. Fyrirtækið var stofnað árið 2019 af Eyþóri og Þorsteini Geirssyni. Hjá því starfar tólf manna hópur vísindamanna, verkfræðinga, heilbrigðisstarfsmanna og viðskiptafræðinga á Íslandi og í Bandaríkjunum þar sem NeckCare opnaði nýverið skrifstofu í Norður-Karólínu. Búnaðurinn sem fyrirtækið hefur þróað til að leggja mat á hálsskaða. NeckCare Þorsteinn Geirsson, framkvæmdastjóri NeckCare, segir sérlega ánægjulegt að sjá núverandi hluthafa taka þátt í hlutafjáraukningunni og fá Iðunni með í vegferð félagsins. „Vörur félagsins gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að mæla ástand sjúklings með skerta hreyfigetu í hálsi. Reynsla heilbrigðisstarfsmanna sýnir að árangur næst fyrr þegar framgangur í meðferð er mælanlegur. Að geta magntekið ástand hálsins og þar með ákvarðað viðeigandi meðferð og sett sjúklingum skýr markmið hjálpar sjúklingum í erfiðu bataferli,“ segir Þorsteinn í tilkynningu. „Eftir þrotlausar rannsóknir, einkaleyfisvernd og umfangsmikla vöruþróun þá er varan komin á þann stað sem hún á skilið, þ.e. að markaðssetja vöruna á framsæknasta heilbrigðistæknimarkaði veraldar. Jafnframt hafa opnast ný tækifæri fyrir vöruna eins og t.d. fjarendurhæfing, sem er ört vaxandi markaður, sérstaklega í Bandaríkjunum. Það er því spennandi vegferð framundan hjá félaginu. Hálsskaði er eitt stærsta heilbrigðisvandamál okkar tíma og NeckCare hefur því mikið erindi inn á erlenda markaði,“ segir Sigurður Kr. Egilsson, stjórnarformaður NeckCare.
Nýsköpun Heilbrigðismál Tækni Mest lesið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Sjá meira