Ráðherra birtist óvænt í miðju viðtali og reyndist sammála viðmælandanum Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 07:31 Svo heppilega vildi til þegar Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur var til viðtals í Íslandi í dag, að Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra gekk framhjá. Hannes bauð honum að setjast með sér og spyrli. Í ljós kom, ef til vill fáum til undrunar, að hann tók heils hugar undir með Hannesi, að það yrði erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að réttlæta myndun nýs meirihluta í Reykjavík með nýföllnum meirihluta. „Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes. Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
„Ég held að það yrði svolítið erfitt fyrir þá að útskýra það fyrir kjósendum sínum, því að þetta er skýrt ákall um breytingar, og þeir ná mjög góðum árangri. Ef þeir ætla að viðhalda því sem er, eins og Viðreisn gerði síðast, þá held ég að það fólk sem kaus það myndi nú spyrja þá kjörnu fulltrúa áleitinna spurninga,“ sagði Guðlaugur. Rætt var við Hannes og aðra um nýliðnar sveitarstjórnarkosningar og önnur atriði í Íslandi í dag í kvöld. Sjá má innslagið hér að ofan, í kringum mínútu tíu. Hannes Hólmsteinn segir að um land allt hafi Samfylkingin beðið ósigur í kosningunum, en að óánægjufylgi gegn meirihlutanum hafi heldur skilað sér til Framsóknarflokks í stað Sjálfstæðisflokks, og svo til Pírata og Sósíalistaflokksins í öðrum tilvikum. Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur segir Samfylkinguna hafa tapað kosningunum á landsvísu og segir eðlilegt að nú verði myndaður borgaralegur meirihluti til hægri. Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra segir undarlegt ef Framsókn hyggst reisa við fallinn meirihluta.Vísir/Arnar „Hér í Reykjavík er þetta aðallega persónulegur ósigur Dags Bergþórusonar Eggertssonar borgarstjóra. Hann byrjaði sem borgarstjóri með 36%, hann fer síðan niður í 26% og nú er hann kominn niður í 20%. Ég hugsa nú að óvinir hans, ég er nú ekki einn af þeim, að þeir myndu gjarnan vilja að hann tæki við forystu Samfylkingarinnar, af því að þá myndi það sama gerast hjá Samfylkingunni og gerist hjá honum,“ segir Hannes. „Einar Gnarr“ Þegar spáð er í spilin í stjórnarmyndunarviðræðunum fram undan segir Hannes að líta þurfi til þess annars vegar hvað teljist líklegt að gerist og hins vegar til þess hvað sé eðlilegt að gerist. „Það sem ég held að sé líklegt er að Dagur Bergþóruson Eggertsson muni gera Framsóknarflokknum tilboð um það að Einar Þorsteinsson verði borgarstjóri og að hann verði þá sjálfur forseti borgarstjórnar. Þá verður það sama og þegar Jón Gnarr var borgarstjóri og Dagur forseti borgarstjórnar. Þá réð Dagur öllu og ef þetta gengur nú eftir förum við kannski að kalla Einar Einar Gnarr,“ segir Hannes. „En það sem væri eðlilegast, þar sem Framsóknarflokkurinn fór fram undir merkjum breytinga, væri að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynduðu nýjan meirihluta með Flokki fólksins og Viðreisn, og breytti stefnunni raunverulega,“ segir Hannes.
Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Segir ljóst að ekkert breytist verði Framsókn varahjól undir bíl fallins meirihluta Óformlegar viðræður eiga sér nú stað í Reykjavík. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að lítið verði um breytingar ákveði Framsókn að vera „varahjól“ undir föllnum meirihluta. Hildur mun eiga fundi með nokkrum oddvitum í dag en vill lítið gefa upp um hverja hún hittir. 16. maí 2022 10:27