„Af hverju ekki Dóra?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 18:06 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira