Opin fyrir samstarfi með Framsóknarflokknum Eiður Þór Árnason skrifar 15. maí 2022 03:16 Það var bjart yfir Dóru á kosningavöku Pírata á Miami eftir fyrstu tölur í Reykjavík. Vísir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, segist vera opin fyrir því að starfa með Framsókn í borgarstjórn ef núverandi samstarfsflokkar missa meirihluta sinn. Samkvæmt fyrstu tölum er meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fallinn en Píratar bæta þó við sig manni. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík. Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags.“ Hún bætir við að hún sé spennt fyrir nóttinni, einkum í ljósi þess að ungt fólk eigi stundum til að skila sér síðar á kjörstað sem leiði til þess að atkvæði þeirra séu talin síðar. Það hefur margoft sýnt sig að kjósendur Pírata eru yfirleitt hlutfallslega yngri en kjósendur annarra flokka og oft ólíklegri til að skila sér á kjörstað. Útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum Aðspurð um stöðu meirihlutans í Reykjavík segir Dóra að nóttin sé enn ung og mikið að atkvæðum eigi enn eftir að skila sér í hús. „Þannig að það er allt of snemmt að segja eitthvað um það. Við verðum bara að sjá og ég held á fram að treysta, þannig að við sjáum bara til.“ Myndir þú til dæmis vinna með Framsókn í mögulegu samstarfi? „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Píratar hafi þó útilokað samstarf með Sjálfstæðisflokknum. Dóra segir að hún sé bjartsýn og það sé rosaleg stemning hjá Pírötum. Ekki sé hægt að útiloka að fjórði borgarfulltrúinn skili sér inn þegar líður á nóttina. Hér fyrir neðan má sjá nýjustu tölur í Reykjavík.
Píratar Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira