Raðmorðingi á kreiki í Bilbao Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. maí 2022 17:01 Hinn grunaði færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Bilbao. GettyImages Lögreglan í Baskalandi á Spáni hefur handtekið mann sem er grunaður um að hafa myrt fjóra karlmenn í lok síðasta árs. Hinn grunaði raðmorðingi er 25 ára og rólegur og vinnusamur indælismaður að sögn tengdamóður hans. Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira
Fjórir karlmenn fundust látnir í hafnarborginni Bilbao í Baskalandi í september og október í fyrra. Alsæla fannst í líkum þessara fjögurra karla, en þó var ekkert sem benti til þess að mennirnir hefðu verið myrtir. Lögreglu fór þó að gruna að raðmorðingi væri á ferli í borginni þegar bróðir eins hinna látnu upplýsti lögreglu um að búið væri að tæma bankareikning hins látna. Við ítarlegri krufningu kom í ljós að allir fjórir höfðu látist af of stórum skammti af alsælu auk þess sem þeir höfðu allir notað sama stefnumótaappið fyrir karla sem leita karla. Einn slapp lifandi Í desember gerðist svo það að karlmaður í miðborg Bilbao komst við illan leik undan manni sem hann hafði kynnst á þessu sama stefnumótaappi, þegar hinn síðarnefndi reyndi að kyrkja hann. Tilræðismaðurinn lagði á flótta, en gleymdi í látunum bakpoka sínum. Í honum var flaska með fljótandi alsælu og skilríki sem tilheyrðu eða tengdust manni að nafni Nelson David. Lögregla setti þá aukinn kraft í rannsókn málsins, en hélt þó spilunum þétt að sér. Það var svo ekki fyrr en í síðustu viku, rúmum fjórum mánuðum síðar, að dagblaðið El Correo birti mynd og nafn af umræddum Nelson David. Strax sama dag gaf Nelson David sig fram við lögreglu. Hann er 25 ára, frá Kólumbíu og hefur búið í 3 ár á Spáni. Hann sagðist ekkert vita um hvað málið snerist, hann hefði engan myrt eða reynt að myrða og lofaði lögreglu fullri samvinnu. Segir að hinn grunaði sé dagfarsprúður ljúflingur Nelson David hefur átt kærustu síðan í fyrrasumar. Hann starfar á kjúklingastað sem tengdamóðir hans á og rekur. Hún segir í samtali við fjölmiðla að það sé algerlega óhugsandi að Nelson David sé raðmorðingi og það skrímsli sem fjölmiðlar dragi upp af honum. Hann sé rólegur og indæll, vinnusamur og láti fara lítið fyrir sér. Nelson David er í haldi lögreglu. Hann þverneitar sök, en eftir að hann var handtekinn hefur annar karl gefið sig fram við lögreglu og greint frá því að hann hafi naumlega sloppið úr höndum manns sem reyndi að kyrkja hann. Nú er þess bara beðið hvort báðir hinir heppnu sem komust lífs af bendi á Nelson David sem tilræðismanninn. Fari svo fer heldur að syrta í álinn fyrir hinum annars dagfarsprúða Nelson David. Samfélag samkynhneigðra í Baskalandi hefur hins vegar skotið föstum skotum að lögreglunni fyrir að draga lappirnar í rannsókn þessa máls. Hún hafi haft upplýsingar um Nelson David í fjóra mánuði án þess að handtaka hann eða kalla hann til yfirheyrslu.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Innlent „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Kveikti í konu í lest Erlent „Þessi á drapst á einni nóttu“ Erlent Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Erlent Fleiri fréttir Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Sjá meira