Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar verður að linna Kjartan Magnússon skrifar 13. maí 2022 20:30 Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun