Skuldasöfnun Reykjavíkurborgar verður að linna Kjartan Magnússon skrifar 13. maí 2022 20:30 Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Kjartan Magnússon Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 sýnir að meirihluti Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna hefur engin tök á fjármálum borgarinnar. Þrátt fyrir miklar tekjur og hámarksskattheimtu er reksturinn engan veginn sjálfbær og skuldirnar hækka stöðugt. Skuldir Reykjavíkurborgar námu 407 þúsund milljónum króna um áramót og hafa þær vaxið linnulítið í aldarfjórðung. Borgarstjórn hefur því skuldsett hvern íbúa sinn um rúmar þrjár milljónir króna og hverja fjögurra manna fjölskyldu um rúmar 12 milljónir. Fjárhagsstaða borgarinnar fer ört versnandi og samkvæmt fjárhagsáætlun hennar verður haldið áfram að safna skuldum næstu árin eða samfellt til 2025. Borg í skammarkróki skuldanna Skuldahlutfall (skuldir á móti tekjum) er langhæst hjá Reykjavíkurborg, samanborið við nágrannasveitarfélögin og fer hratt versnandi eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Hafnarfjarðarbær, sem var í afar slæmri skuldastöðu árið 2014, hefur stórbætt stöðu sína. Nú er Reykjavíkurborg komin í skammarkrók skuldanna enda stendur hún verst að vígi hvað þetta varðar. Skuldir í dag eru skattur á morgun Skuldahlutfall Reykjavíkurborgar fór úr 104% í 201% á nokkrum árum. Ótrúlegt er að borgarstjóri, sem ber ábyrgð á slíkri skuldasetningu, skuli halda því fram að reksturinn sé í góðu lagi. Þar að auki kemur borgarstjórinn stöðugt með hugmyndir að nýjum og útgjaldafrekum gæluverkefnum, sem greitt verður fyrir með frekari lántökum og/eða skattahækkunum. Brýnasta verkefnið Brýnasta verkefni borgarstjórnar á næsta kjörtímabili er að tryggja fjárhagslega framtíð Reykjavíkurborgar. Gæluverkefni og vanhugsaðar skýjaborgir verða að víkja fyrir raunveruleika, sem ekki verður umflúinn, og versnar óhjákvæmilega, verði honum enn einu sinni slegið á frest. Ef fjármálin eru ekki í lagi eru engin önnur máli. Það vita allir, sem hafa rekið heimili eða fyrirtæki og hið sama gildir auðvitað um sveitarfélag. Svokölluð borgarlína er það mál sem vinstri flokkarnir í Reykjavík hafa lagt hvað mesta áherslu á í kosningabaráttunni þótt kostnaðurinn sé óþekktur og áætlanir einkennist af barnalegri bjartsýni. Eitt er þó víst: allur kostnaður vegna nýrra útgjaldaverkefna munu lenda af fullum þunga á reykvískum fjölskyldum. Börnin borga Borgarstjóri virðist þannig halda að hægt sé að safna skuldum endalaust og velta vandanum yfir á komandi kynslóðir, börnin okkar og barnabörn. Slík fjármálastefna er auðvitað ábyrgðarlaus en á tímum ört hækkandi vaxta á alþjóðlegum lánamörkuðum er hún beinlínis hættuleg. Borgarstjórn getur ekki lengur vikið sér undan því að takast á við fjárhagsvandann í stað þess að afneita honum eins og núverandi borgarstjóri gerir. Til þess þarf að koma vinstri meirihlutanum frá völdum í kosningunum 14. maí. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa mikla þekkingu á fjármálum borgarinnar og eru reiðubúnir að takast á við vandann af fullri einurð. Þeim er því best treystandi til þess að stórbæta rekstur borgarinnar með sparnaði, hagræðingu og aukinni stærðarhagkvæmni. Mikilvægt er því að kjósendur, sem vilja bæta fjárhag Reykjavíkurborgar og stöðva hina hættulegu skuldasöfnun, merki X við D. Höfundur skipar þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnar 2022.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun