Brúum bilið – svona er planið! Skúli Helgason skrifar 13. maí 2022 11:41 Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun