Brúum bilið – svona er planið! Skúli Helgason skrifar 13. maí 2022 11:41 Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin hefur leitt vinnu undanfarin ár við að búa til áætlun um uppbyggingu í leikskólamálum til að koma til móts við foreldra yngstu barna í borginni. Þessi áætlun var fyrst lögð fram og samþykkt 2018 og eftir henni hefur verið unnið síðan. Við höfum opnað nýjan leikskóla í Úlfarsárdal (Dalskóli), 2 til viðbótar í vor við Eggertsgötu og Bríetartún, stækkað 6 leikskóla víðs vegar um borgina, opnað 31 ungbarnadeild og fjölgað plássum hjá sjálfstætt starfandi leikskólum. Alls hefur nýjum plássum fjölgað um 450 með þessum aðgerðum. Á þessu ári bætast við fimm nýir leikskólar, við Nauthólsveg hjá Hlíðarenda, á Kleppsvegi, í Ármúla, í Vogabyggð og á Barónsstíg á lóð Vörðuskóla. Framkvæmdir standa yfir á öllum þessum stöðum eða eru í lokaundirbúningi. Með þessu munu bætast við 800 leikskólapláss í borginni á árinu og það þýðir að við getum byrjað að taka á móti 12 mánaða börnum fyrir áramótin. Rétt er að taka fram að meirihlutinn í borgarstjórn hefur allur tekið þátt í og stutt dyggilega þessa vinnu og m.a.s. Sjálfstæðisflokkurinn hefur samþykkt þessa áætlun í borgarstjórn, ekki bara einu sinni heldur tvisvar – seinast 3. mars þegar við kynntum og staðfestum að við myndum fjölga leikskólaplássum um helming fram til 2025 til að mæta fjölgun fæðinga og barna á leikskólaaldri í borginni. Allt í allt mun plássunum fjölga um nærri 1700 fram til 2025. Hvað gerist á næstu árum? Til viðbótar þeim nýju leikskólum sem opna í ár munum við opna nýjan leikskóla í Safamýri í byrjun næsta árs, ungbarnaleikskóla við Kirkjusand og nýjan leikskóla Miðborgar við Njálsgötu á stórri lóð bak við gamla góða Austurbæ. Á árunum 2024-2026 bætast svo við nýir leikskólir í Völvufelli í Breiðholti, í Vogabyggð og í Skerjafirði. Til viðbótar koma viðbyggingar við eftirsótta leikskóla í borginni, s.s. Hof, Kvistaborg og Sæborg, auk þess sem leikskólinn Laugasól mun stækka verulega með gagngerum endurbótum á húsnæði leikskólans. Við hyggjumst líka bæta við húsnæði við leikskólana Hagaborg og Fálkaborg til að mæta þörfum foreldra í Vesturbæ og Breiðholti. Þá höfum við samþykkt óskir sjálfstætt starfandi leikskóla um fjölgun plássa hjá þeim og munum gera það áfram – þannig mun plássum fjölga um allt að 250 miðað við núverandi áætlanir. Hvernig á að manna nýju leikskólana? Það er vissulega áskorun að manna leikskóla þessi misserin, sérstaklega af fagfólki þar sem færri leikskólakennarar útskrifast en fara á eftirlaun eftir að kennaranámið var lengt í 5 ár að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins og ný lög menntamálaráðherra Framsóknarflokksins um eitt leyfisbréf hafa haft þær afleiðingar að verulegur fjöldi leikskólakennara hefur flutt sig yfir í grunnskóla. Engu að síður höfum við bætt við 350 starfsmönnum í leikskóla borgarinnar sl. 4 ár í tengslum við fjölgun starfsfólks á elstu deildum leikskólanna og þörfin á nýjum stöðugildum til að manna nýju leikskólana er af svipaðri stærðargráðu eða um 400 stöðugildi sem dreifast á næstu 4 ár. Vel hefur gengið að manna þá leikskóla sem opnað hafa á þessu ári. Við erum stolt af því að hafa samið um launahækkanir við starfsfólk leikskóla en Sjálfstæðisflokkurinn hefur því miður ekki treyst sér til að gera það. Samfylkingin setur leikskólamál í forgang Í hnotskurn er staðan sú að skýr áætlun hefur verið samþykkt í borgarstjórn um uppbyggingu leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessi áætlun hefur verið samþykkt án mótatkvæða í borgarstjórn, hún er fjármögnuð að fullu leyti og komin til framkvæmda eins og rakið hefur verið í þessari grein. Samfylkingin hefur leitt þessa vinnu allan tímann og við munum ef við fáum stuðning í kosningunum á laugardag tryggja að uppbygging í leikskólum verði áfram forgangsmál rétt eins og vinnan við að bæta starfsumhverfi leikskóla, grunnskóla og frístundastarfs í borginni. Samfylkingin setur menntamál í forgang, ekki bara í orði heldur líka á borði. Kjósum áframhaldandi sókn í menntamálum – XS! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður skóla- og frístundaráðs.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun