Húsnæðisvandi ungs fólks Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar 13. maí 2022 10:41 Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Flest okkar hafa löngun til að yfirgefa hreiður foreldrahúsanna og koma okkur upp eigin heimili þegar við fullorðnumst. Að eiga þak yfir höfuðið og griðarstað eru mikilvæg mannréttindi fólks. Ungt fólk stendur frammi fyrir því að taka ákvarðanir um íbúðarkaup, stærstu fjárhagslegu ákvarðanir sem flest munu taka á lífsleiðinni. Ákvörðunin nú er ekki bara stór, heldur risastór jafnvel ómöguleg, því fasteignaverð hefur farið upp úr öllu valdi meðal annars vegna þess að borgarstjórn hefur ekki tryggt nægt framboð lóða til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Ungt fólk sem kemst inn á húsnæðismarkaðinn á oftar en ekki foreldra eða ömmur og afa sem aðstoða þau við að koma sér upp heimili, hvort sem það er með því að búa lengur í foreldrahúsum eða leggja út fé í útborgun. Ekki eru þó allir í þeirri stöðu að eiga fjársterka foreldra eða aðstandendur. Í janúar 2022 bjuggu einungis um 46% launafólks 35 ára og yngra í eigin húsnæði. Staðan á leigumarkaði er heldur ekki björt fyrir ungt fólk. Leiguverð hefur hækkað um 100% á síðasta áratug. Ungt námsfólk greiðir hæsta hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum í leigu, en 35% námsfólks greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og 22% greiða á bilinu 50 - 69%. Um 45% launafólks undir 35 ára aldri er á almennum leigumarkaði. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum leigjenda eru 0.5-1.4% líkur á því að leigjendur eldri en 35 ára komist út af leigumarkaðnum og eignist húsnæði. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að 9 af hverjum 10 leigjendum vilja ekki vera á leigumarkaði samkvæmt rannsókn Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Breytinga er þörf Framsókn hefur beitt sér fyrir því að koma á fót hlutdeildarlánum til þess að aðstoða ungt fólk við að eignast eigið húsnæði en þau eru háð því að sveitarfélög eins og borgin tryggji lóðaframboð á viðráðanlegu verði til uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Stórsókn er þörf í uppbyggingu íbúða. Þétting byggðar, þar sem það er mögulegt, er skynsamleg enda nýtast þá innviðir sem eru til staðar. Þétting byggðar ein og sér mun þó sennilega ekki ná að tryggja nægjanlegan fjölda íbúða miðað mannfjöldaspá og eftirspurn eftir húsnæði. Víkka þarf því byggðina út á vel ígrunduðum stöðum, þar sem innviðir ráða við, til þess mæta eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði. Liggur þar beinast við að flýta uppbyggingu byggðar í Keldnalandi, landi sem ríkið lét Reykjavíkurborg í té vegna samgöngusáttmála á milli ríkis og sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu. Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili. Er ekki kominn tími á breytingar í borginni? Höfundur er 25 ára háskólanemi og skipar 3. sæti á lista Framsóknar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 14. maí n.k.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun