Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með stigin en vildi meira Vísir/Hulda Margrét Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20