Arnar: Maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira Árni Jóhannsson skrifar 12. maí 2022 21:45 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var sáttur með stigin en vildi meira Vísir/Hulda Margrét Víkingur átti næsta auðvelt með Fram í kvöld þegar þeir unnu 4-1 sigur á gestum sínum. Leikið var í fimmtu umferð Bestu deildarinnar og var sigurinn aldrei í hættu. Þjálfari Víkings viðurkenndi það að vera gráðugur og að hafa viljað meira frá sínum mönnum en stigin voru vel þegin. Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Arnar var spurður fyrst að því hvað hans menn gætu verið ánægðir með úr leiknum í kvöld. „Fyrri hálfleikur var góður en þetta var alls ekki nægjanlegag heilsteypt frammistaða í 90 mínútur. Á köflum þá náðum við að klára verkefnið með því að gera þrjú góð mörk en ef ég má vera gráðugur þá frammistaðan í heild ekki nægjanlega sterk. Við vorum of sloppy og mér fannst við finna fyrir því að hafa spilað einum leik fleira en flest lið í deildinni og menn voru hálf þungir og þreyttir og voru að spara sig í seinni hálfleik. Það var klaufalegt að fá á sig þetta mark. Fram er vel spilandi lið þegar sá gállinn er á þeim og létu okkur hafa fyrir hlutunum en ég er klárlega sáttur með sigurinn en heilt yfir var frammistaðan ekki nægjanlega góð.“ Eins og Arnar kom inn á þá duttu hans menn niður og var hann spurður að því hvort það væri hægt að gera eitthvað til að koma í veg fyrir það verandi 3-0 yfir og með góð tök á leiknum. „Nei, maður er kannski bara gráðugur á línunni og vill meira og meira. Stundum gleymir maður sér í hita leiksins og strákarnir eru bara mannlegir og það eru smá þyngsli í mönnum. Við vorum að reyna að hressa liðið við og það er mjög gott að fá Pablo [Punyed] inn í þetta og gefa honum 25 mínútur. Við reyndum að hreyfa við liðinu og gefa mönnum mínútur þannig að menn verða klárir í stórleikinn á mánudaginn. 4-1 sigur á heimavelli er alltaf mjög gott, ekki misskilja mig en heilt yfir hefðum við átt að klára leikinn aðeins betur.“ Þegar Fram minnkaði muninn í 3-1 um miðbik seinni hálfleiks var Arnar klár með fjórfalda skiptingu og var hann spurður út í það hvort einhver vafi hafi komið í hann með að gera skiptinguna. „Það var, eins og öll hin mörkin sem við höfum fengið á okkur í sumar, ótrúlega klaufalegt mark að fá á okkur. Varnarleikur fyrir mér er bara einbeiting ekki bara frá markmanni eða varnarmönnum heldur frá öllu liðinu. Við höfðum mikið af þessari einbeitingu í fyrra, út af ákveðnum karakterum eins og allir vita hverjir voru og eru. Ef við ætlum að vera í toppbaráttu í sumar þá verðum við að ná þessum fókus aftur að verja markið. Hingað til hefur þetta ekki verið gott varnarlega, í smáatriðunum, en skóknarlega er flæðið í leik liðsins mjög gott.“ Að lokum var Arnar spurður að því afhverju Víkingur fái ekki víti dæmd fyrir sig en Axel Freyr Harðarson hefði klárlega átt að fá víti á 74. mínútu þegar honum var hrint inn í teig. Arnar hló í nokkrar sekúndur áður en hann gat borið upp svar við spurningunni. „Þetta er tvíeggja sverð að svara þessu. Ég veit það ekki. 4-1 og ég hefði tekið nettan trylling ef staðan hefði verið 0-0. Þeir fá eitt tækifæri í viðbót annars tryllist ég.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fram 4-1 | Meistararnir unnu öruggan sigur gegn nýliðunum Íslandsmeistarar Víkings unnu öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti nýliðum Fram í Bestu-deild karla í fótbolta í kvöld. 12. maí 2022 22:20