„Yrði risastórt fyrir Tindastól að fara aftur á Krókinn með 2-1 forystu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2022 15:31 Valsmaðurinn Kristófer Acox reynir hér að komast framhjá Sigurði Gunnari Þorsteinssyni og varnarmönnum Tindastóls. Vísir/Bára Dröfn Staðan er jöfn í úrslitaeinvígi Vals og Tindastóls um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla og liðin spila fyrir framan uppseldum Hlíðarenda í kvöld. „Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
„Það er mikið undir hér á Hlíðarenda í kvöld þegar Valur og Tindastóll mætast í þriðju viðureign liðanna í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Það er uppselt á leikinn og hér verða fimmtán hundruð áhorfendur í húsinu annan leikinn í röð,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Guðjón fékk Hörð Unnsteinsson, yfirþjálfara hjá KR og sérfræðing í Körfuboltakvöldi, til að spá í þriðja leik Vals og Tindastóls í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 20.30 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 20.00. „Þetta er í rauninni bara ótrúlegt og ég man ekki eftir að það hafi gerst oft áður að það sé uppselt á úrslitaleiki í körfubolta langt fram í tímann. Þetta er mögnuð stemmning sem hefur myndast hérna í þessari seríu. Við eigum eftir að sjá ótrúlegan leik í kvöld,“ sagði Hörður Unnsteinsson. „Það er talað um það í NBA körfuboltanum ef þú vinnur leik fimm í sjö leikja seríu þá vinna 83 prósent liðanna seríuna. Ætli það sé ekki svipað í íslenskum körfubolta. Leikur þrjú í 1-1 stöðu og ef þú vinnur hann ertu kominn með ansi góða yfirhönd,“ sagði Hörður. „Það væri sérstaklega sterkt fyrir Tindastól að fara aftur til baka á Sauðárkrók á sunnudaginn með 2-1 forystu. Það yrði risastórt,“ sagði Hörður. „Ég held að þetta verði algjör spennuleikur. Tindastólsmenn slógu Valsmenn svolítið á trýnið í síðasta leik og stemmning á Sauðárkrók var engu lagi lík. Ég held að Valsmenn verði svolítið að svara fyrir það í dag. Þeir náðu illa að standast ákefðina í vörninni hjá Tindastól í síðasta leik og það verður að verða einhver mikil hugarfarsbreyting hjá Valsmönnum ef ekki á illa að fara í kvöld,“ sagði Hörður. Það má heyra allt viðtal Gaupa við Hörð hér fyrir neðan. Klippa: Hörður spáir í þriðja leik Vals og Tindastól
Subway-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti