Reynslulaus farþegi lenti flugvél Smári Jökull Jónsson skrifar 11. maí 2022 23:01 Vélin var af gerðinni Cessna 208 líkt og vélin á þessari mynd. Vísir/Getty Farþegi í flugvél neyddist til að taka við stjórn vélarinnar í háloftunum og lenda henni á flugvelli í Flórída eftir að flugmaðurinn varð rænulaus. Hann hafði enga flugreynslu en fékk leiðbeiningar við lendinguna frá flugturni. CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
CNN greinir frá atvikinu. Þar kemur fram að flugmaðurinn hafi orðið rænulaus og farþeginn hafði þá í samband við næsta flugturn í gegnum talstöðina. „Ég er í alvarlegum málum hérna. Flugmaðurinn minn er rænulaus og ég hef ekki hugmynd um hvernig ég á að fljúga þessari vél,“ sagði maðurinn en vélin var á leið frá Bahamas. Flugumferðarstjórinn Robert Morgan var í pásu þegar hann var beðinn um að flýta sér aftur í flugturninn. Morgan er flugkennari og með rúmlega 1200 flugtíma á bakinu og auk þess reyndur flugkennari. „Ég gekk inn í herbergið og þar var allt á fullu. Þeir segja við mig: Hey, flugmaðurinn er rænulaus. Farþegarnir eru að fljúga vélinni og þeir eru ekki með neina flugreynslu.“ Hann sagði farþegann hafa verið mjög rólegan. „Hann sagði, ég veit ekki hvernig ég á að fljúga. Ég veit ekki hvernig ég á að stoppa ef ég kemst á flugbrautina.“ Morgan hafði aldrei flogið flugvél af sömu tegund og þeirri sem var í loftinu. Hann prentaði út mynd af stjórnborði slíkrar vélar og notaði myndina til að átta sig betur á aðstæðum farþegans. Vissu ekki hvar vélin var Hann kom þeim skilaboðum til flugmannsins að halda jafnvægi á vélinni og athuga hvort hann gæti reynt að lækka flugið rólega. „Reyndu að fylgja ströndinni annaðhvort í norður eða suður. Við erum að reyna að staðsetja sig,“ sagði Morgan í talstöðina en flugmaðurinn hafði ekki hugmynd um hvar hann var staddur þar sem ekkert sást á skjánum í vélinni. Þegar búið var að finna út hvar í loftinu vélin var tók Morgan þá ákvörðun að beina henni á stærsta flugvöllinn á svæðinu. Þá hefði flugmaðurinn stóran völl að miða á. Morgan gefur flugmanninum tíu í einkunn fyrir lendinguna. „Mig langaði að fara að gráta því ég var fullur af adrenalíni. Ég var mjög ánægður að þetta gekk upp og að enginn slasaðist.“ Þegar vélin var komin á jörðina áttu hann og nýjasti flugneminn hans hjartnæma stund þar sem sá síðarnefndi þakkaði honum fyrir aðstoðina og sagðist svo vilja drífa sig heim til ófrískrar eiginkonu sinnar. „Í mínum augum er hann hetjan. Ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði Morgan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira