Samfylkingin stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu Heimir Már Pétursson skrifar 11. maí 2022 19:02 Oddvitar þeirra níu flokka sem fengu kjörna borgarfulltrúa í síðustu kosningum og eiga möguleika á að ná inn fultrúum í kosningunum á laugardag mæta í kappræður með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 18:55. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofuna en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir þar fast á eftir. Meirihluti flokkanna fjögurra sem mynda meirihluta í borgarstjórn heldur. Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er áfram á flugi miðað við síðustu kosningar og fengi 11,3 prósent atkvæða, dalar um prósentustig frá síðustu könnun í byrjun maí en er langt yfir 3,2 prósenta fylgi í síðustu kosningum. Viðreisn mælist nú með 7,5 prósent sem er ekki langt frá fylgi flokksins árið 2018. Sjálfstæðisflokkurinn tapar hins vegar miklu fylgi frá því kosið var síðast, fengi 21,8 prósent nú en var lang stærsti flokkurinn árið 2018 með 30,8 prósent atkvæða. Flokkur fólksins bætir lítillega við sig bæði frá síðustu könnun og kosningum og mælist nú með 5 prósent. Sósíalistaflokkurinn fengi um prósentustigi meira fylgi en síðast með 7,5 prósent. Miðflokkurinn hefur hins vegar misst ríflega helming fylgis síns frá síðustu kosningum og fengi 3,3 prósent nú samkvæmt könnun Maskínu. Fylgi Vinstri grænna dalar milli kannanna Píratar eru aftur á móti í mikilli sókn og fengju 13,3 prósent atkvæða. Nánast tvöfaldar fylgi sitt en flokkurinn fékk 7,7 prósent í síðustu kosningum. Samfylkingin mælist með mesta fylgið og fengi 22,7 prósent atkvæða nú sem er þó rétt rúmlega þremur prósentum minna en í síðustu kosningum. Vinstri græn fengju sama fylgi og síðast eða 4,6 prósent og hefur dalað um 2,6 prósentustig frá síðustu könnun hinn 2. maí. E-listi Reykjavíkur bestu borgarinnar fengi 1,5 prósent atkvæða og Y-listi Ábyrgrar framtíðar 1,8 prósent. Hvorugt framboðið næði inn borgarfulltrúa. Framsókn fengi þrjá fulltrúa Ef þetta yrðu úrslit borgarstjórnarkosninganna á laugardag fengi Samfylkingin flesta fulltrúa eða sex, einum færri en í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn fengi fimm fulltrúa og tapaði þannig þremur frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn myndi hins vegar fá þrjá fulltrúa kjörna en fékk engan kjörinn síðast. Píratar myndu bæta við sig einum fulltrúa frá síðustu kosningum og fengju nú þrjá kjörna. Viðreisn heldur sínum tveimur fulltrúum og Flokkur fólksins og Vinstri græn sínum eina fulltrúa hvor flokkur. Sósíalistaflokkurinn myndi aftur á móti bæta við sig einum og fengi tvo kjörna nú. Miðflokkurinn missir sinn fulltrúa og fengi engan kjörinn nú. Meirihlutinn héldi með minnsta mun Samkvæmt þessu héldu flokkarnir fjórir sem mynda meirihlutann í borgarstjórn sínum 12 fulltrúum og gætu þar með endurnýjað samstarf sitt. Minnihluta flokkarnir yrðu samanlagt með ellefu fulltrúa. Innan þeirra er mesta breytingin sú að þrír fulltrúar færast frá Sjálfstæðisflokki og einn frá Miðflokki og fara til Framsóknarflokks og Sósíalistaflokksins.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Samfylkingin Skoðanakannanir Borgarstjórn Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira