Svíar syrgja Bengt Johansson Sindri Sverrisson skrifar 9. maí 2022 09:16 Bengt Johansson náði stórkostlegum árangri sem landsliðsþjálfari Svía. EPA/JONAS EKSTROMER Sænski handknattleiksþjálfarinn Bengt Johansson, sem stýrði sænska karlalandsliðinu á sannkölluðu gullaldarskeiði þess í lok síðustu aldar, er látinn. Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið. Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Johansson, eða „Bengan“ eins og hann var kallaður, varð 79 ára gamall en hann lést eftir að hafa glímt við sjúkdóm. Hann stýrði sænska landsliðinu á árunum 1988-2004 og hlaut liðið viðurnefnið Bengan-strákarnir. Johansson gjörbylti landsliðinu og stýrði því til tveggja heimsmeistaratitla og fjögurra Evrópumeistaratitla auk þess sem liðið vann til silfurverðlauna á þrennum Ólympíuleikum í röð á árunum 1992-2000. „Þetta er áfall, jafnvel þó að við vitum að hann hefur verið veikur um hríð. Þetta er erfitt þó að við höfum reiknað með að svona færi. Við unnum náið saman í 15 ár og vorum nánir vinir. Hann hafði persónuleika sem verður sárt saknað,“ sagði Magnus Wislander, ein af hetjunum úr sænska landsliðinu. Svensk handboll är i sorg efter beskedet att Bengt Bengan Johansson har somnat in efter en tids sjukdom. Våra tankar går till Bengts familj och nära vänner.https://t.co/mJmhhwp7k1 pic.twitter.com/DuCbSdnCpj— Handbollslandslaget (@hlandslaget) May 9, 2022 „Skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina“ „Bengt Johansson mun ætíð skipa stóran sess í sænskri handboltasögu og á stað í hjarta sænska handboltans,“ skrifar sænska handknattleikssambandið. „Liðið undir stjórn Bengts, „Bengan-strákarnir“, var um árabil eitt fremsta íþróttalið Svíþjóðar og skapaði mörg ógleymanleg augnablik fyrir sænsku þjóðina. Það er of erfitt að reikna út hve margir byrjuðu að spila, og eru enn að spila eða þjálfa, innblásnir af leiðtogahæfileikum Bengts sem fólu í sér samvinnu. Margir þeirra sem spiluðu fyrir Bengan í landsliðinu hafa náð árangri sjálfir sem þjálfarar og eru góðir fulltrúar sænsks handbolta,“ skrifar sambandið.
Handbolti Andlát Svíþjóð Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira