Sama hvað þú kýst Arnar Sigurðsson skrifar 9. maí 2022 07:45 Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Þann áttunda maí í fyrra hóf fyrsta frjálsa netverslun landsins með áfengi starfsemi sína og hafa neytendur notið ávinnings af hagstæðara vöruverði síðan þá. Netverslunin færir íslenskum neytendum milliliðalaus viðskipti með vín og bjór á heildsölustigi. Þannig fá neytendur gjarnan fjórðu bjórkippuna frítt í frelsinu en helsið hyglar tjah…einhverjum öðrum. Viðskiptafrelsi er forsenda þess sem kallað er ,,heilbrigð samkeppni” hvar upplýstir neytendur geti valið eða hafnað vörum eða þjónustu að eigin vild. Svo óumdeild er þessi kenning að íslenskur almenningur ver á hverju ári 540 milljónum í rekstur Samkeppniseftirlits. Fyrir þá sem ekki hafa kynnt sér kosti virkrar samkeppni má benda á ótal skólabækur og ritgerðir auk erindis forstjóra eftirlitsins hvar tæpt er á atriðum er varða ,,nýsköpun, jöfnuð og spillingu”. Í erindinu nefnir núverandi forstjóri eftirlitsins að: Virk samkeppni vinnur gegn ójöfnuði og samkeppnisreglur vinna gegn því að eigendur fyrirtækja geti hagnast óheft á kostnað neytenda og viðskiptavina. Í niðurlagi álitsins áréttar samkeppnisforstjórinn svo að „allar stofnanir Stjórnarráðsins vinni að hagsmunum neytenda af virkri samkeppni“ sem auðvitað er áskorun til Alþingis um að leggja niður einokunarstofnunina ÁTVR. Margir telja að ef einokunarverslun með áfengi líði undir lok muni hið opinbera verða af skatttekjum sem er misskilningur. Áfengisgjald og virðisaukaskattur leggst á allt áfengi óháð sölufyrirkomulagi og þess vegna vinnur ríkið alltaf sama hvort þú kýst frelsi eða helsi. Höfundur rekur fyrirtækið Sante.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar