Reisum minnismerkið í Kjalarnesi um brostin loforð Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. maí 2022 11:16 Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var haldinn íbúafundur á Kjalarnesi. Fyrirkomulag fundarins var þannig að fyrst var fyrir fram ákveðnum spurningum beint til tíu fulltrúa einstakra framboða fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Að því loknu gafst íbúum sem mættu á fundinn færi á að spyrja einstaka frambjóðendur um sín hugðarefni. Með fullri virðingu fyrir umræðum gærkvöldsins get ég ímyndað mér að fyrir marga fundargesti hafi fundurinn verið endurtekning á mörgum öðrum sambærilegum fundum í gegnum árin. Ástæðan er einföld, flestir frambjóðendur töluðu fallega um framtíðarmöguleika Kjalarness og samhliða því gáfu þeir út loforð um hvernig hrinda mætti þeim möguleikum í framkvæmd. Eini vandinn við þessa endurteknu atburðarrás er að lítið sem ekkert hefur gerst í veigamiklum málefnum Kjalarness síðan sameining Reykjavíkur og Kjalarness var samþykkt í kosningum í júní 1997. Um sameiningu og skipulagsmál á Kjalarnesi Við sameininguna á sínum tíma lagði Kjalarnes fram stærra land en Reykjavík. Íbúar Kjalarness voru þá 506 en Reykvíkingar 105.487. Það hefur ávallt legið fyrir að í Kjalarnesi er nægt byggingarland. Samt sem áður hefur skipulagsvaldi Reykjavíkur verið beitt með þeim hætti að lítið sem ekkert hefur verið byggt. Ólíkt því sem sumir þátttakendur í pallborðinu gáfu til kynna, þá er aðalskipulag, deiliskipulag og aðrar skipulagsáætlanir, mannanna verk en ekki óumbreytanleg smíði sem fellur að himnum ofan frá guðlegum verum. Kjarni málsins að þessu leyti er einfaldur. Núverandi meirihluti borgarstjórnar og aðrir sambærilegir vinstri meirihlutar í borgarstjórn síðan árið 1998, hafa ekki viljað byggja Kjalarnes upp með þeim hætti sem lofað var á sínum tíma. Samhengið á milli skorts á pólitískum vilja og skortinum á íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi, er að mínu mati augljóst. Það er sama hvaða þvælu reynslumiklir stjórnmálamenn á borð við Hjálmar Sveinsson, reyna að bera á borð, líkt og á fundinum í gærkvöldi, staðreyndin er sú að það er á ábyrgð skipulagsyfirvalda í Reykjavík að nýjasta íbúðarmannvirkið í Kjalarnesi var reist á kjörtímabilinu 2002-2006. Úr þessu þarf auðvitað að bæta. Það er gert með að framkvæma, ekki tala. Að lofa hverfisskipulagi fyrir Kjalarnes eftir tvö ár, líkt og fulltrúi Pírata gerði á fundinum í gærkvöldi, er eins og hver annar brandari. Kjalarnes þekur stærra landsvæði en Reykjavík. Það þarf ekkert hverfisskipulag til að hrinda hlutum í verk. Breytum skipulaginu strax til að ýta undir íbúðaruppbyggingu í Kjalarnesi. Sundabrautin Annað mál sem Kjalnesingar hafa verið sviknir um er Sundabrautin. Um sögu þess máls er hægt að hafa langt mál. Að mínu mati hefur Samfylkingin í raun og veru aldrei viljað beita skipulagsvaldi Reykjavíkurborgar til að liðka fyrir því að framkvæmdin verði að veruleika, sem dæmi hefur núverandi borgarstjórn á þessu kjörtímabili staðið fyrir uppbyggingu á Gufunesi sem skerðir möguleika á að vegstæði Sundabrautar sé sem hagfelldast. Svo sem stjórnmálamanna er siður, þá vísa þeir ábyrgðinni á skorti á Sundabrautinni, hver á annan. Á meðan sitja Kjalnesingar uppi með brostin loforð. Reisum minnismerkið Haustið 2019 voru haldnar íbúakosningar í Kjalarnesi sem voru hluti verkefnisins „Hverfið mitt“. Tillagan sem fékk flest atkvæði var „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar“. Samkvæmt tillögunni átti að reisa minnisvarða sem líkti eftir bláu bókinni, riti sem gefið var út í tengslum við sameiningu Reykjavíkur og Kjalarness á sínum tíma. Þrátt fyrir fagurgala um íbúalýðræði þá settu núverandi stjórnendur Reykjavíkurborgar tillöguna ofan í skúffu og hefur hún verið í bið síðan í júní 2020. Eftir að hafa mætt á tvo íbúafundi í Kjalarnesi í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna í vor og rætt við ófáa Kjalnesinga, þá held ég bara að best sé að reisa áðurnefnt minnismerki og virða vilja íbúa. Nú, eða þá bara kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Höfundur er í 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar vorið 2022.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun