Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Undirritunin fer fram utandyra í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30.


Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, undirrita viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar í innanhúsíþróttum í dag.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Undirritunin fer fram utandyra í trjágöngunum í Laugardal vestanmegin við Skautahöllina klukkan 15:30.
Niðurstaða úr viðræðum ríkisins og Reykjavíkurborgar um nýja þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar innanhússíþróttir verður kynnt á fundi borgarráðs á morgun. Málið er svo á dagskrá ríkisstjórnar á föstudaginn og verður niðurstaðan kynnt opinberlega í kjölfar þess fundar.