Þyrluflugmenn fá að áfrýja til Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 15:28 Frá Aðalvík á Hornströndum. Vísir Hæstiréttur hefur veitt þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóra þess og tveimur flugmönnum leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar, þar sem þeim var gert að greiða sekt fyrir að hafa lent tveimur þyrlum í friðlandi Hornstranda fyrir tveimur árum. Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt. Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Málið má rekja til þess að hóp bandarískra ferðamanna var flogið til Hornstranda á tveimur þyrlum í júlí 2020. Umhverfisstofnun kærði málið til lögreglu á þeim grundvelli að óheimilt væri að lenda í friðlandinu án leyfis stofnunarinnar. Tekist var á um málið í Héraðsdómi Vesturlands þar sem þyrlufyrirtækið, framkvæmdastjórinn og flugmennirnir tveir voru sýknaðir af kröfum ákæruvaldsins. Byggði héraðsdómur sýknuna á því að ákvæði í stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins, þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að lenda þyrlum innnan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar, ætti sér ekki fullnægjandi lagastoð í lögum um náttúruvernd. Málinu var áfrýjað til Landsréttar þar sem komist var að gagnstæðri niðurstöðu, reglurnar sem giltu í friðlandinu ætti sér stoð í lögum. Var þyrlufyrirtækið dæmt til að greiða 150 þúsund krónur í sekt en framkvæmdastjórinn og flugmennirnir 75 þúsund krónur hver. Ákveðið var að óska eftir leyfi til að skjóta dómi Landsréttar til Hæstaréttar. Vildu þeir meina að refsiheimildin sem deilt var um væri ekki að finna í auglýsingu um staðfestingu á stjórnun- og verndaráætlun friðlandsins á Hornströndum. Hafi almenna þýðingu að leysa úr málinu Að auki var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Segir í niðurstöðu Hæstaréttar að úrlausn málsins kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Var einnig vísað í að leyfisbeiðendur voru sakfelldir í Landsrétti en höfðu verið sýknaðir í héraði. Þegar þannig hagar til skal að jafnaði orðið við ósk um áfrýjunarleyfi. Var beiðnin því samþykkt.
Dómsmál Fréttir af flugi Hornstrandir Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59 Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Sjá meira
Ferðamenn á tveimur þyrlum lentu í friðlandi Hornstranda Þyrluflug og –lendingar eru bannaðar í friðlandinu og hefur Umhverfisstofnun kært málið til lögreglu. 20. júlí 2020 15:59
Greiða sekt fyrir að lenda þyrlum án leyfis á Hornströndum Þyrlufyrirtæki, framkvæmdastjóri þess og tveir flugmenn þess þurfa samtals að greiða nokkur hundruð þúsund krónur í sekt vegna þess að þyrlum á vegum fyrirtækisins var í tvígang lent án leyfis Umhverfisstofnunar í friðlandinu á Hornströndum. Héraðsdómur Vesturlands hafði áður sýknað fyrirtækið og starfsmenn vegna málsins. 19. febrúar 2022 09:20