Hvítþvottur á ímynd einræðisherrans gæti skilað syni hans á forsetastól Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2022 09:17 Ferdinand „Bongbong“ Marcos yngri virðist ætla að ná kjöri sem forseti Filippseyja, 36 árum eftir að faðir hans hrökklaðist frá völdum í skugga fjöldamótmæla gegn einræðisstjórn hans. Vísir/EPA Fórnarlömbum einræðisherrans Ferdinands Marcos hrýs hugur við því að sonur hans sigri í forsetakosningum sem fara fram í næstu viku. Skoðanakannanir benda til sigurs Marcos yngri sem hefur lagt sig allan fram um að hvítþvo ímynd fjölskyldu sinnar. Tíu eru í framboði í forsetakosningunum sem fara fram mánudaginn 9. maí. Ferdinand Marcos yngri, sem gengur undir gælunafninu „Bongbong“, hefur lengi mælst með mest fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Næst honum kemst Leni Robredo varaforseti en í könnun um miðjan apríl munaði engu að síður heilum 33 prósentustigum á þeim. Sara Duterte, dóttir Rodrigo, fráfarandi forseta, er varaforsetaefni Marcos. Marcos yngri er 64 ára gamall fyrrverandi öldungadeildarþingmaður. Hann hefur alla tíð varið föður sinn sem var komið frá völdum í uppreisn almennings árið 1986 og neitað að biðjast afsökunar eða einu sinni viðurkenna ofbeldisverk og þjófnað sem var framinn í forsetatíð hans. Herlög voru í gildi í tæpan áratug af þeim tveimur sem Marcos eldri var við völd frá 1965 til 1986. Á þeim tíma voru 70.000 landsmenn fangelsaðir, 34.000 pyntaðir og 3.240 myrtir samkvæmt tölum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá er talið að Marcos-fjölskyldan hafi stolið milljörðum dollara af löndum sínum og komið úr landi. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa unnið að því að endurheimta féð. „Ég var öskrandi allan tímann“ Keppinautar Marcos yngri um forsetastólinn hafa sakað hann um sögufölsun og upplýsingafals en hann hafnar öllum slíkum ásökunum. Í viðtali í janúar lýsti hann þó efasemdum um tölur um fangelsaða og myrta í stjórnartíð föður síns. Forsetaframbjóðandinn hefur jafnframt dreift fullyrðingum um að enginn hafi verið handtekinn fyrir pólitískar eða trúarlegar skoðanir eða fyrir að gagnrýna Marcos eldri á sínum tíma. Hann hefur lýst föður sínum sem „pólitískum snillingi“. Tilhugsunin um að Marcos yngri taki við völdum fer því fyrir brjóstið á fólki sem sannarlega þjáðist undir einræðisherranum. Christina Bawagan óttast þannig að voðaverkin sem Marcos eldri framdi verði sópað undir teppið taki sonur hans við. Hún var handtekinn, pyntuð og beitt kynferðisofbeldi af hermönnum Marcos eldri fyrir að andæfa stjórn hans á meðan herlögin voru í gildi. „Ég var slegin í andlitið í hvert skipti sem þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég svaraði og það var í hvert skipti. Þeir börðu mig fast í lærin og slógu á eyrun. Þeir rifu kjólinn minn og þukluðu á brjóstum mínum,“ segir Bawagan, sem nú er 67 ára gömul, við Reuters-fréttastofuna. Verst var þó þegar hermennirnir tróðu aðskotahlut upp í leggöng hennar. „Það var það versta og ég var öskrandi allan tímann. Enginn virtist heyra það,“ segir Bawagan. Hópur fólks mótmælir framboði Marcos yngri til forseta og krefst réttlætis fyrir fórnarlömb föður hans við skrifstofu mannréttindanefndar í Quezon.Vísir/EPA Fengi rannsókn á eigin fjölskyldu í fangið Til að strá salti yfir sárin fengi Marcos yngri völd yfir ríkisstofnunum sem reyna að endurheimta féð sem fjölskylda hans stal nái hann kjöri. Í kosningabaráttunni hefur Marcos yngi gert lítið úr þjófnaðinum og lýst fregnum af honum sem „falsfréttum“. Fjölskyldan yrði þó við hverju því sem filippseyskir dómstólar ákvæðu. Reuters-fréttastofan segir þó að Marcos yngri hafi tekið þátt í að fela illa fengin auðæfi fjölskyldu sinnar og hindrað rannsakendur. Þau fjölskyldan hafi ítrekað hunsað réttartilskipanir og kært úrskurði um að þau létu af hendi eignir. Ættingjar Marcos eru enn sakborningar í fleiri en fjörutíu einkamálum sem tengjast auðsöfnun þeirra. Móðir hans, Imelda Marcos, var dæmd í fangelsi fyrir fjármálamisferli árið 2018 en hún áfrýjaði dómnum. Marcos eldri lést árið 1989. Filippseyjar Tengdar fréttir Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18 Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Tíu eru í framboði í forsetakosningunum sem fara fram mánudaginn 9. maí. Ferdinand Marcos yngri, sem gengur undir gælunafninu „Bongbong“, hefur lengi mælst með mest fylgi þeirra í skoðanakönnunum. Næst honum kemst Leni Robredo varaforseti en í könnun um miðjan apríl munaði engu að síður heilum 33 prósentustigum á þeim. Sara Duterte, dóttir Rodrigo, fráfarandi forseta, er varaforsetaefni Marcos. Marcos yngri er 64 ára gamall fyrrverandi öldungadeildarþingmaður. Hann hefur alla tíð varið föður sinn sem var komið frá völdum í uppreisn almennings árið 1986 og neitað að biðjast afsökunar eða einu sinni viðurkenna ofbeldisverk og þjófnað sem var framinn í forsetatíð hans. Herlög voru í gildi í tæpan áratug af þeim tveimur sem Marcos eldri var við völd frá 1965 til 1986. Á þeim tíma voru 70.000 landsmenn fangelsaðir, 34.000 pyntaðir og 3.240 myrtir samkvæmt tölum mannréttindasamtakanna Amnesty International. Þá er talið að Marcos-fjölskyldan hafi stolið milljörðum dollara af löndum sínum og komið úr landi. Stjórnvöld á Filippseyjum hafa unnið að því að endurheimta féð. „Ég var öskrandi allan tímann“ Keppinautar Marcos yngri um forsetastólinn hafa sakað hann um sögufölsun og upplýsingafals en hann hafnar öllum slíkum ásökunum. Í viðtali í janúar lýsti hann þó efasemdum um tölur um fangelsaða og myrta í stjórnartíð föður síns. Forsetaframbjóðandinn hefur jafnframt dreift fullyrðingum um að enginn hafi verið handtekinn fyrir pólitískar eða trúarlegar skoðanir eða fyrir að gagnrýna Marcos eldri á sínum tíma. Hann hefur lýst föður sínum sem „pólitískum snillingi“. Tilhugsunin um að Marcos yngri taki við völdum fer því fyrir brjóstið á fólki sem sannarlega þjáðist undir einræðisherranum. Christina Bawagan óttast þannig að voðaverkin sem Marcos eldri framdi verði sópað undir teppið taki sonur hans við. Hún var handtekinn, pyntuð og beitt kynferðisofbeldi af hermönnum Marcos eldri fyrir að andæfa stjórn hans á meðan herlögin voru í gildi. „Ég var slegin í andlitið í hvert skipti sem þeir voru ekki ánægðir með hvernig ég svaraði og það var í hvert skipti. Þeir börðu mig fast í lærin og slógu á eyrun. Þeir rifu kjólinn minn og þukluðu á brjóstum mínum,“ segir Bawagan, sem nú er 67 ára gömul, við Reuters-fréttastofuna. Verst var þó þegar hermennirnir tróðu aðskotahlut upp í leggöng hennar. „Það var það versta og ég var öskrandi allan tímann. Enginn virtist heyra það,“ segir Bawagan. Hópur fólks mótmælir framboði Marcos yngri til forseta og krefst réttlætis fyrir fórnarlömb föður hans við skrifstofu mannréttindanefndar í Quezon.Vísir/EPA Fengi rannsókn á eigin fjölskyldu í fangið Til að strá salti yfir sárin fengi Marcos yngri völd yfir ríkisstofnunum sem reyna að endurheimta féð sem fjölskylda hans stal nái hann kjöri. Í kosningabaráttunni hefur Marcos yngi gert lítið úr þjófnaðinum og lýst fregnum af honum sem „falsfréttum“. Fjölskyldan yrði þó við hverju því sem filippseyskir dómstólar ákvæðu. Reuters-fréttastofan segir þó að Marcos yngri hafi tekið þátt í að fela illa fengin auðæfi fjölskyldu sinnar og hindrað rannsakendur. Þau fjölskyldan hafi ítrekað hunsað réttartilskipanir og kært úrskurði um að þau létu af hendi eignir. Ættingjar Marcos eru enn sakborningar í fleiri en fjörutíu einkamálum sem tengjast auðsöfnun þeirra. Móðir hans, Imelda Marcos, var dæmd í fangelsi fyrir fjármálamisferli árið 2018 en hún áfrýjaði dómnum. Marcos eldri lést árið 1989.
Filippseyjar Tengdar fréttir Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18 Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Einræðissonurinn fær að bjóða sig fram til forseta Einræðisherrasonurinn Ferdinand Marcos yngri fær að bjóða sig fram til forseta Filippseyja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir skattsvik, á meðan hann var í opinberu embætti. 17. janúar 2022 11:18
Imelda Marcos sakfelld fyrir spillingu Fyrrverandi forsetafrúin er einna þekktust fyrir að hafa átt þúsund skópör þegar hún og eiginmaður hennar stýrðu FIlippseyjum með harðri hendi. 9. nóvember 2018 07:44