Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2025 22:05 Abdel-Fattah Al-Burhan og stjórnarher hans á undiri högg að sækja gegn RSF-liðum í vesturhluta Súdan og er hann sagður hafa boðið Rússum flotastöð í staðinn fyrir loftvarnarkerfi og önnur vopn á góðu verði. EPA/STR Herforingjastjórn Súdan sendi í október tilboð til ráðamanna í Rússlandi og bauð þeim að koma mögulega upp fyrstu rússnesku flotastöðinni við Rauðahaf. Í staðinn fyrir flotastöð og námusamninga vill ríkisstjórnin loftvarnarkerfi og vopn á góðu verði en illa hefur gengið í átökunum við RSF. Með því að verða sér úti um flotastöð við Rauðahaf gætu Rússar stutt frekar við hersveitir og málaliðahópa annars staðar í Afríku og aukið áhrif sín á mikilvægu hafsvæði en um tólf prósent af öllum skipaflutningum heimsins fara um Rauðahafið. Í frétt Wall Street Journal segir að tilboðið feli í sér að Rússar fái afnot af Port Sudan við strendur Rauðahafsins í 25 ár eða gætu komið upp flotastöð á öðrum stað, vilji þeir það. Þar mættu Rússar vera með allt að þrjú hundruð hermenn og allt að fjögur herskip. Rússar gætu einnig fengið verðmæta viðskiptasamninga um námuvinnslu í Súdan en ríkið er þriðji stærsti gullframleiðandi Afríku. Í staðinn fyrir þetta fengi ríkisstjórn Súdan rússnesk loftvarnarkerfi og önnur hergögn á góðu verði. Loftvarnarkerfin gætu nýst hernum vel gegn kínverskum drónum sem RSF-liðar hafa fengið frá yfirvöldum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Óljóst er hvort af þessu verður en ráðamenn í Bandaríkjunum og í Evrópu yrðu mótfallnir samningnum. Einn heimildarmaður WSJ sem sagður er háttsettur í her ríkisins segir að Súdan þurfi frekari hergögn en það að gera samning við Rússland gæti valdið vandræðum þegar kemur að sambandi ríkisins við Bandaríkin og Evrópu. Erfið og blóðug átök Stjórnarherinn á í erfiðri baráttu við öflugar sveitir sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Hernum er stýrt af Abdel Fattah al-Buran en RSF af Mohamed Hamdan Daglo. Þeir tóku höndum saman árið 2001 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin í kjölfarið. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Rússar studdu um tíma RSF og á þeim tíma sendu Úkraínumenn sérsveitir til Súdan, til aðstoðar stjórnarhernum. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Seinna meir áttu Rússar frekar í samskiptum við ríkisstjórnina og herinn og hafa fregnir lengi borist af því að Rússar hafi boðið Súdönum vopn í skiptum fyrir aðgang rússneskra herskipa að höfn við Rauðahaf. Herinn hefur átt erfitt gegn RSF að undanförnu en Dagalo og hans menn stjórna vesturhluta landsins nánast alfarið. Sjá einnig: Blóðið sýnilegt úr geimnum Vantar nýja stöð Eftir að ríkisstjórn Bashars al-Assad féll í Sýrlandi hafa Rússar lagt mikið púður í að reyna að verða sér út um nýja flotastöð í Líbíu eða annars staðar á svæðinu svo Rússar gætu verið áfram með viðveru á Miðjarðarhafi og kringum Mið-Austurlönd svo þeir gætu stutt sveitir sínar í Afríku betur. Staða Rússa í Afríku hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Afríkudeildin, sem rekin er af varnarmálaráðuneyti Rússlands og tók yfir marga af samningum Wagner-málaliðahópsins eftir að auðjöfurinn Jevgení Prígósjín dó, hefur ekki náð sama árangri. Sérstaklega í ríkjum eins og Malí, Níger og Búrkína Fasó þar sem árásum vígahópa hefur fjölgað mjög og umsvif þeirra aukist. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa haft áhyggjur af því að Rússar gætu komið sér upp flotastöð í Líbíu, á yfirráðasvæði herforingjans Khalifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA). Hann hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum og hefur hann einnig notið stuðnings Rússa í gegnum árin. Ríkisstjórn Súdan hefur hingað til haldið því opnu að gera samning við Rússa en ekki viljað taka skref í þá átt. Staða al-Burhans og hans manna í átökunum við RSF hefur þó versnað og er talið að það spili stóra rullu í því að ákveðið hafi verið að senda tilboðið til Moskvu. Súdan Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Með því að verða sér úti um flotastöð við Rauðahaf gætu Rússar stutt frekar við hersveitir og málaliðahópa annars staðar í Afríku og aukið áhrif sín á mikilvægu hafsvæði en um tólf prósent af öllum skipaflutningum heimsins fara um Rauðahafið. Í frétt Wall Street Journal segir að tilboðið feli í sér að Rússar fái afnot af Port Sudan við strendur Rauðahafsins í 25 ár eða gætu komið upp flotastöð á öðrum stað, vilji þeir það. Þar mættu Rússar vera með allt að þrjú hundruð hermenn og allt að fjögur herskip. Rússar gætu einnig fengið verðmæta viðskiptasamninga um námuvinnslu í Súdan en ríkið er þriðji stærsti gullframleiðandi Afríku. Í staðinn fyrir þetta fengi ríkisstjórn Súdan rússnesk loftvarnarkerfi og önnur hergögn á góðu verði. Loftvarnarkerfin gætu nýst hernum vel gegn kínverskum drónum sem RSF-liðar hafa fengið frá yfirvöldum í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Óljóst er hvort af þessu verður en ráðamenn í Bandaríkjunum og í Evrópu yrðu mótfallnir samningnum. Einn heimildarmaður WSJ sem sagður er háttsettur í her ríkisins segir að Súdan þurfi frekari hergögn en það að gera samning við Rússland gæti valdið vandræðum þegar kemur að sambandi ríkisins við Bandaríkin og Evrópu. Erfið og blóðug átök Stjórnarherinn á í erfiðri baráttu við öflugar sveitir sem kallast Rapid Support Forces eða RSF. Hernum er stýrt af Abdel Fattah al-Buran en RSF af Mohamed Hamdan Daglo. Þeir tóku höndum saman árið 2001 og frömdu valdarán í Súdan. Árið 2023 stóð svo til að innleiða RSF í herinn en Dagalo óttaðist að missa öll sín völd með því að flytja sveitir sínar undir stjórn al-Burhan og hófust átökin í kjölfarið. Átökin hafa komið verulega niður á almenningi í Súdan og hafa þau verið mjög grimmileg. Milljónir hafa lengi staðið frammi fyrir hungursneyð vegna átakanna. Báðar fylkingar hafa verið sakaðar um stríðsglæpi og kynferðisofbeldi er mjög umfangsmikið. Að minnsta kosti fjórtán milljónir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna átakanna. Rússar studdu um tíma RSF og á þeim tíma sendu Úkraínumenn sérsveitir til Súdan, til aðstoðar stjórnarhernum. Sjá einnig: Stríðið í Úkraínu háð í Súdan Seinna meir áttu Rússar frekar í samskiptum við ríkisstjórnina og herinn og hafa fregnir lengi borist af því að Rússar hafi boðið Súdönum vopn í skiptum fyrir aðgang rússneskra herskipa að höfn við Rauðahaf. Herinn hefur átt erfitt gegn RSF að undanförnu en Dagalo og hans menn stjórna vesturhluta landsins nánast alfarið. Sjá einnig: Blóðið sýnilegt úr geimnum Vantar nýja stöð Eftir að ríkisstjórn Bashars al-Assad féll í Sýrlandi hafa Rússar lagt mikið púður í að reyna að verða sér út um nýja flotastöð í Líbíu eða annars staðar á svæðinu svo Rússar gætu verið áfram með viðveru á Miðjarðarhafi og kringum Mið-Austurlönd svo þeir gætu stutt sveitir sínar í Afríku betur. Staða Rússa í Afríku hefur versnað töluvert á undanförnum árum. Afríkudeildin, sem rekin er af varnarmálaráðuneyti Rússlands og tók yfir marga af samningum Wagner-málaliðahópsins eftir að auðjöfurinn Jevgení Prígósjín dó, hefur ekki náð sama árangri. Sérstaklega í ríkjum eins og Malí, Níger og Búrkína Fasó þar sem árásum vígahópa hefur fjölgað mjög og umsvif þeirra aukist. Forsvarsmenn Atlantshafsbandalagsins hafa haft áhyggjur af því að Rússar gætu komið sér upp flotastöð í Líbíu, á yfirráðasvæði herforingjans Khalifa Haftar, leiðtoga Líbíska þjóðarhersins (LNA). Hann hefur um árabil barist gegn ríkisstjórn landsins sem viðurkennd er af Sameinuðu þjóðunum og hefur hann einnig notið stuðnings Rússa í gegnum árin. Ríkisstjórn Súdan hefur hingað til haldið því opnu að gera samning við Rússa en ekki viljað taka skref í þá átt. Staða al-Burhans og hans manna í átökunum við RSF hefur þó versnað og er talið að það spili stóra rullu í því að ákveðið hafi verið að senda tilboðið til Moskvu.
Súdan Rússland Vladimír Pútín Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Fleiri fréttir Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila