Viðhald félagslegra leiguíbúða Sigrún Árnadóttir skrifar 4. maí 2022 15:45 Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mygla Tengdar fréttir Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00 Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Í gær birtist aðsend grein á www.visir.is þar sem vakin var athygli á umræðu um vandamál vegna myglu og raka í byggingum. Þeirri spurningu var velt upp hvernig ástandið væri í leiguíbúðumFélagsbústaða og því haldið fram að þar væri víða pottur brotinn. Hvort sú fullyrðing fæst staðist skal ósagt látið enda liggur ekki fyrir heildstætt mat á ástandi þeirra rúmlega 3000 íbúða sem Félagsbústaðir leigja út. En af þessu tilefni er rétt að greina stuttlega frá hvernig viðhaldi íbúðanna er háttað. Í öllum hverfum borgarinnar eru félagslegar leiguíbúðir sem ætlaðar eru fjölskyldum og einstaklingum undir tilteknum eigna- og tekjumörkum, auk leiguíbúða fyrir aldraða og fólk með fötlun. Alls rúmlega 3000 íbúðir. Árleg fjölgun íbúða er í takti við áherslur Reykjavíkurborgar um frekari uppbyggingu til þess að mæta þörfum fyrir húsnæði og er gjarnan miðað við að 5% íbúða í borginni séu félagslegar leiguíbúðir. Flestar íbúðirnar sem keyptar hafa verið á undanförnum árum eru í nýbyggingum. Á hverju ári er fjöldinn allur af íbúðum standsettur vegna leigjendaskipta. Fagmenntaðir starfsmenn Félagsbústaða yfirfara íbúðirnar og gera áætlun um viðhald og kostnað. Fengnir eru fagaðilar á sínu sviði í þær endurbætur sem með þarf fyrir næstu útleigu. Þannig voru á árinu 2021 12% íbúða félagsins endurnýjaðar vegna nýrra leigjenda eða flutnings leigjenda milli íbúða auk þess sem gerðir voru leigusamningar um 100 nýkeyptar íbúðir. Viðhaldi íbúða í búsetu er sinnt í kjölfar ábendinga frá leigjendum eða húsfélagi viðkomandi fjölbýlishúss. Þjónustuborð Félagsbústaða skráir niður öll erindi og kemur þeim í réttan farveg til viðeigandi úrlausnar. Á árinu 2021 voru skráðar 2330 viðhaldsbeiðnir. Beiðnirnar eru eins og gefur að skilja af fjölbreyttum toga allt frá biluðum krana til lekavandamála. Iðnaðarmenn sinna öllum þessum erindum. Auk þessa berast erindi eða ábendingar um flóknari úrlausnarefni og er þá farið í sérstaka húsnæðisskoðun til frekari greiningar. Þegar leigjendur tilkynna um leka, óeðlilegan raka eða grun um myglu er farið í sérstakar húsnæðisskoðanir og eftir atvikum fengnir óháðir aðilar til að mæla loftgæði og/eða taka sýni til að kanna mygluvöxt. Myglu í húsnæði má einkum rekja til utanaðkomandi vatnsleka, leka innanhúss, ónógrar loftunar og ófullnægjandi þrifa. Leitast er við að komast að upptökum vandans og gera þær lagfæringar sem með þarf. Félagsbústaðir leggja áherslu á að svara öllum þeim erindum sem berast frá leigjendum og aðstoða við úrlausn þeirra mála sem upp koma vegna viðhalds eða annarra erinda. Á síðastliðnum 3 árum hefur MMR framkvæmt tvær þjónustukannanir meðal leigjenda Félagsbústaða. Ánægjulegt er að meiri ánægja mælist með þjónustuþætti í síðari könnuninni sem fram fór í apríl á síðasta ári. Þar kom í ljós að 84% leigjanda eru ánægðir eða mjög ánægðir með að leigja hjá Félagsbústöðum sem er aukning frá fyrri mælingu. Alls mældust 72% leigjenda ánægðir með þjónustu Félagsbústaða sem er aukning um 10% milli mælinga. Ánægja eða mikil ánægja með viðhaldsþjónustu mældist 60% og jókst ánægjan um 4% milli kannana. Niðurstöður eru rýndar og lagt á ráðin um úrbætur og hvernig má gera gott betra. Félagsbústaðir eru hlutafélag að fullu í eigu Reykjavíkurborgar. Eigandinn skipar stjórn félagsins sem ber ábyrgð á rekstrinum. Þannig hafa kjörnir fulltrúar aðrir en þeir sem sæti eiga í stjórninni ekki beina aðkomu að rekstri Félagsbústaða. Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða
Mygla í félagslegu íbúðarhúsnæði Reykjavíkurborgar Við heyrum reglulega af vandamálum tengdum myglu og raka í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar. Er umræðan þá aðallega tengd skólum og vellíðan barna og starfsmanna þar. En hvað um fjölskyldur sem eru í félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar og af ýmsum ástæðum jafnvel föst þar? Er ástandið á íbúðunum þar bara í lagi? 3. maí 2022 15:00
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun