Morant skoraði 47 stig og hefur ekki gert fleiri stig í leik í úrslitakeppni á ferlinum. Hann var magnaður undir lokin og skoraði síðustu fimmtán stig Memphis í leiknum. Á sama tíma skoraði Golden State aðeins fjögur stig.
Auk þess að skora 47 stig tók Morant átta fráköst og gaf átta stoðsendingar. Enginn samherja hans skoraði meira en fjórtán stig.
EVERY BUCKET of @JaMorant's 47-point (ties playoff career-high) performance to tie up the series for the @memgrizz! #GrindCity@JaMorant: 47 PTS, 8 REB, 8 AST, 3 STL, 5 3PM
— NBA (@NBA) May 4, 2022
Game 3: Sat. 8:30pm/et on ABC pic.twitter.com/KZWVFZSe0Q
Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State og Jordan Poole tuttugu. Stríðsmennirnir voru kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu aðeins úr sjö af 38 skotum sínum þaðan (18,4 prósent).
Boston Celtics sigraði meistara Milwaukee Bucks, 109-86, og jafnaði þar með metin í einvígi liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar.
Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig, þar af 25 í hálfleik og Jayson Tatum 29 fyrir Boston sem var með 46,5 prósent þriggja stiga nýtingu í leiknum. Á meðan var Milwaukee með 16,7 prósent nýtingu fyrir utan. Grant Williams lagði 21 stig í púkkið af bekknum og hitti úr sex þristum eins og Brown.
Jaylen Brown poured in 25 points (9/10 FGM) in the first half on his way to 30 points and the @celtics Game 2 win to even the series at 1-1! #BleedGreen@FCHWPO: 30 PTS (11/18 FGM), 5 REB, 6 AST, 2 STL, 6 3PM
— NBA (@NBA) May 4, 2022
Game 3: Sat 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/7nhP0b2Zs4
Jaylen Brown poured in 25 points (9/10 FGM) in the first half on his way to 30 points and the @celtics Game 2 win to even the series at 1-1! #BleedGreen@FCHWPO: 30 PTS (11/18 FGM), 5 REB, 6 AST, 2 STL, 6 3PM
— NBA (@NBA) May 4, 2022
Game 3: Sat 3:30pm/et on ABC pic.twitter.com/7nhP0b2Zs4
Giannis Antetokounmpo var með 28 stig, níu fráköst og sjö stoðsendingar hjá Milwaukee og Jrue Holiday nítján.