„Nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2022 18:38 Greint var frá því á Vísi í dag að Hildur hefur ekki mætt á fundi borgarstjórnar í á þriðja mánuð. Hildur segir það ekki endurspegla mætingu hennar á kjörtímabilinu. Vísir/Egill Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar segist hafa lagt nótt við dag í baráttu sinni um borgina. Hún segir dræma mætingu sína á borgarstjórnarfundi undanfarna tvo mánuði ekki endurspegla kjörtímabilið. Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Hildur segir í yfirlýsingu á Facebook að þetta endurspegli ekki mætingu hennar á kjörtímabilinu. Hún hafi á kjörtímabilinu og fram að kosningabaráttu mætt á borgarstjórnarfundi í 90 prósentum tilvika. „Ég hef að undanförnu lagt nótt við dag í baráttu um borgina. Ég er að vanda mig, legg allt í sölurnar og ætla mér að ná góðum árangri með félögum mínum í Sjálfstæðisflokknum. Ég er svo lánsöm að starfa með vel skipuðum borgarstjórnarhópi þar sem maður kemur í manns stað og félagar mínir hafa leyst mig af á síðustu fundum borgarstjórnar, sem haldnir eru tvisvar í mánuði,“ skrifar Hildur í yfirlýsingu sem hún birti á Facebook nú síðdegis. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að Hildur hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi í á þriðja mánuð. Hildur sagði þá að annir í kosningarbaráttunni væru ástæðan. Hildur hefur, samkvæmt eftirgrennslan fréttastofu, ekki mætt á borgarstjórnarfund síðan 15. febrúar. Hún segist leggja bæði metnað og hjarta sitt í starfið og hafi mætt samviskusamlega til funda allt kjörtímabilið. „En mæting mín í borgarstjórn frá árinu 2018 fram að kosningabaráttu hefur verið um 90%,“ skrifar Hildur. „En nú vil ég fara að ræða málefni borgarinnar. Þá umræðu tek ég óhrædd og hlakka til að halda áfram samtalinu við kjósendur.“ Hildur sagðist í samtali við fréttastofu engu hafa við þetta að bæta um málið. Hún benti þó á þegar fréttastofa ræddi við hana fyrr í dag að í aðdraganda kosninga hefðu Sjálfstæðismenn haft þann háttinn á í borginni að kalla inn varamenn fyrir sig til að þeir sem eru í framboði geti sinnt kosningabaráttunni. Þannig sé alltaf mannað frá flokknum í störfum borgarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafell Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira