Viðreisn lofar lengstu göngugötu heims í miðbænum Snorri Másson skrifar 4. maí 2022 07:02 „Strikið vs. Göngugata frá Ingólfstorgi að Hlemmi. Let's make history!“ skrifaði Pawel Bartoszek borgarfulltrúi á Twitter fyrir skemmstu. Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar: Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Pawel vill gera allan Laugaveg að göngugötu, en hvernig liti það út? Í innslaginu hér að ofan er sú hugmynd sett fram myndrænt og sýnt hvernig hún gæti verið útfærð. Sömuleiðis er gengið niður Laugaveginn í félagsskap frambjóðandans. Lengra en Strikið í Kaupmannahöfn Eins og sakir standa er aðeins þrjú hundruð og fimmtíu metra kafli á milli Ingólfstorgs og Hlemms varanleg göngugata. Ef allt Austurstræti, Bankastræti og Laugavegur yrðu lögð undir göngugötu frá Ingólfstorgi og upp að Hlemmi yrði það eins og hálfs kílómetra löng gata. Strikið í Kaupmannahöfn er núna lengsta göngugata heims, en það er lagt til samanburðar við þessa hugmynd verður ljóst að Laugavegur yrði lengsta göngugata í heimi. Í Íslandi í dag var rætt við Pawel um þessa hugmynd, sem hann segir ekki kosningabrellu: „Ég held að þetta væri bara brilliant. Við sjáum að sá partur Laugavegar sem þegar er göngugata hefur heppnast mjög vel.“ Pawel Bartoszek er ötull talsmaður göngugatna í Reykjavík. Hann sagði frá hugmyndum um heimsmet í þeim efnum í Íslandi í dag.Vísir Þær áhyggjur eru jafnan viðraðar í tengslum við göngugötur að þar þrífist verslun síður, þar sem fólk vill heldur koma á bílum og geta lagt þeim. Pawel segir hins vegar að samkvæmt hans útreikningum þrífist verslun betur á þeim kafla Laugavegar sem hefur verið gerður að göngugötu. „Mér finnst borðleggjandi að taka kaflann upp að Barónsstíg á næstu fjórum árum. Það er smá flókinn kafli þarna efst sem er á milli Barónsstígs og Snorrabrautar, vegna þess að þar er í dag bílastæðahús. Það gæti því frekar verið spurning um fjögur árin þar á eftir, en sýnin er klárlega þangað,“ segir Pawel Bartoszek. Pawel segir að Reykvíkingar gætu að lokum vanist þessu, jafnvel þótt aðlögunin sé sannarlega að taka sinn tíma á þeim köflum sem þegar eru göngugötur, samanber þetta innslag hér frá því síðasta sumar:
Borgarstjórn Reykjavík Göngugötur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Ísland í dag Tengdar fréttir Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10 Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53 Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Pawel sækist aftur eftir öðru sæti Viðreisnar í Reykjavík Borgarfulltrúinn Pawel Bartoszek sækist eftir öðru sæti í prófkjöri Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Pawel var í öðru sæti á lista flokksins fyrir síðustu kosningar. 2. febrúar 2022 16:10
Ánægja með göngugötur eykst á milli ára Tæplega 70 prósent Reykvíkinga eru jákvæð gagnvart göngugötum borgarinnar, um tveimur prósentustigum fleiri en árið á undan, samkvæmt niðurstöðum könnunar Maskínu sem Reykjavíkurborg lét vinna. 24. september 2021 18:53