Í tilkynningunni, sem sjá má hér fyrir neðan, sagði að skyndibitastaðurinn Wendy‘s myndi opna á Íslandi á næstunni eftir 16 ára fjarveru. Gert væri ráð fyrir þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu og einum í Leifsstöð.
Þegar lénið Wendys.is er skoðað kemur í ljós að það er listamaðurinn Odee sem er á bak við það. Odee vakti mikla athygli þegar flugfélagið MOM air var kynnt en síðan kom í ljós að um væri að ræða listgjörning. Hann þvertók fyrir að koma nálægt verkefninu á sínum tíma en þetta var lokaverkefni hans í Listaháskóla Íslands.
Varnarliðið rak útibú
Skyndibitakeðjan var með veitingastað á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli á árunum 1992-2006 sem rekinn var af varnarliðinu. Íslendingum var meinaður aðgangur að staðnum eftir kvartanir eigenda veitingahúsa í nágrenninu.

Fréttin hefur verið uppfærð.