Ágúst Gylfason: Ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara út að borða Sverrir Mar Smárason skrifar 2. maí 2022 22:45 Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, ræðir við aðstoðarmann sinn, Jökul Elísabetarson. Vísir/Vilhelm Águst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, lofaði fjörugum leik þegar lið hans mætti Víkingum í Víkinni í Bestu deild karla í kvöld. Hann segist þó ekki alveg hafa búist við þessari flugeldasýningu en leikurinn endaði með 4-5 sigri Stjörnunnar. „Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Kannski ekki alveg þessu. Ég er búinn að segja í annað skipti að þetta yrði skemmtilegasti leikur sumarsins. Það verður erfitt að toppa þetta. Ég er alveg klár á því. Þvílíka frammistaðan hjá báðum liðum. Sóknarleikur.“ „Það var unun að horfa á þetta. [Það sem gerði útslagið var] hugrekki og þor. Þora að sækja á Víkingana. Þeir komu á okkur trekk í trekk. Við fórum á þá trekk í trekk. Níu mörk. Þannig að það var það sem skóp sigurinn í dag. Þetta hefði getað lent hvoru megin sem var. Sláarskot, samskeitin. Þetta var bara algjör flugeldasýning,“ sagði Ágúst. Ágúst neyddist til að gera skiptingu í hálfleik. Hann segir ástæðu hennar vera meiðsli. „Við erum með geggjaðan hóp, stóran hóp, frískir strákar í topp standi. Þannig að það skiptir engu máli hverjir eru inn á. Við erum með 11 fríska menn hverju sinni. Það voru smá meiðsli, við gerðum ákveðna taktíska breytingu í hálfleik.“ „Þórarinn mögulega átt að koma út af í hálfleik en hann tórði nokkrar mínútur í viðbót í seinni. Þannig við þurftum að gera tvöfalda skiptingu, nýttum allar okkar skiptingar. Það var líka lykillnn að sigri og bara karakter,“ sagði Ágúst. Ungu strákarnir í liði Stjörnunnar áttu frábæran leik í kvöld og Ágúst segist vera skuldugur aðstoðarmanni sínum. „Þeir eru heldur betur á góðu rönni og ég skulda Jökli aðstoðarþjálfara að fara út að borða það er nokkuð ljóst. Frammistaða ungu strákana bara frábær og við vorum búnir að ákveða það að ef þeir myndu standa sig vel að ég myndi bjóða Jökli út að borða,“ sagði Ágúst léttur og hélt áfram. „Við eigum allir heiðurinn að þessu. Bæði þeir, ungu strákarnir að standa sig og náttúrulega þjálfarateymið allir í kringum þetta. En eins og ég segi, Jökull fær lúxus mat, góða steik út að borða. Það er það sem skilur eftir sig,“ sagði Ágúst um ungu leikmenn Stjörnunnar. Aðspurður hvað þessi leikur þýði sagði Ágúst, „Bara áfram gakk, frábær frammistaða og góður sigur. Góð frammistaða, það er það sem skilar okkur áframhaldinu og við þurfum að halda þessu áfram.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Besta deild karla Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira