Ætti grunnskólinn að hefjast fimm ára? Hildur Björnsdóttir skrifar 3. maí 2022 07:31 Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það skiptir máli að hlúa vel að fjölskyldum í Reykjavík. Þeim þarf að tryggja áreiðanleg úrræði strax í kjölfar fæðingarorlofs og börnum þarf að búa öruggt og þroskavænlegt umhverfi. Við viljum tryggja öllum börnum leikskólapláss við 12 mánaða aldur en vitum að það verður ekki auðvelt verk. Bleiki fíllinn í herberginu er mönnunarvandinn. Hefjum grunnskólann fyrr! Stjórnmálamenn þurfa að hafa hugrekkið til að endurskoða opinber kerfi sem þjóna ekki lengur fólkinu. Kjarkinn til að ræða breytingar þar sem breytinga er þörf.Það er kominn tími á kjarkaða endurskoðun skólakerfisins - þar sem leikskólastigið og grunnskólastigið er skoðað heildstætt. Það er kominn tími til að ræða þá hugmynd að grunnskólagangan hefjist við fimm ára aldur, og henni ljúki á fimmtánda ári. Börn myndu þá útskrifast úr grunnskóla ári fyrr – og leysa mætti mönnunarvanda skólakerfisins. Í fimm ára bekknum væri kennsla á forsendum leikskólans. Skapa mætti aukna tengingu milli leikskóla og grunnskóla og hugsa menntun barna með heildstæðum hætti allt frá unga aldri til loka grunnskólagöngunnar. Það er löngu tímabært að upphefja leikskólastarfið enda sýnir fjöldi rannsókna mikilvægi þess að leikur sé notaður sem kennsluaðferð fyrir ung börn. Leikskólapláss við 12 mánaða aldur Með því að hefja grunnskólagönguna ári fyrr getum við tryggt öllum börnum leikskólapláss við tólf mánaða aldur. Þannig þyrfti eingöngu að manna fjórtán árganga í skólakerfinu í stað fimmtán. Það er raunveruleg lausn á mönnunarvandanum, ekki innantómt orðagjálfur. Víða erlendis hefst grunnskólinn við fimm ára aldur og í flestum samanburðarlöndum útskrifast ungmenni úr framhaldsskóla við 18 ára aldur. Breytingin gæti tryggt aukið samkeppnishæfi íslenskra ungmenna og verið gæfuspor ef unnið á faglegum forsendum. Hliðrun grunnskólagöngunnar myndi ekki einungis tryggja betri dreifingu mannauðs heldur jafnframt skapa fjárhagslegt svigrúm sem nemur um fjórum milljörðum árlega. Þá fjármuni mætti nýta til að bæta kjör kennara sem nemur 100.000 kr. mánaðarlega en jafnframt tryggja bættar starfsaðstæður og nútímalegra skólahúsnæði fyrir börn. Það er til mikils að vinna og full ástæða að hefja kennarastarfið enn fremur til vegs og virðingar. Vandinn mun einungis vaxa Leikskólavandinn sem við glímum við í dag er uppsafnaður. Núverandi meirihluti hefur vanrækt málaflokkinn og ekki tekist að sýna eðlilega fyrirhyggju svo unnt sé að taka á móti tólf mánaða börnum þegar þeirra tími kemur. Þess utan er mannfjöldaspá okkur óhagstæð. Börnum á leikskólaaldri mun fjölga um fimmtung á næsta kjörtímabili. Verkefnið mun einungis stækka og er þegar vaxið meirihlutaflokkunum yfir höfuð. Borgarstjóri og samverkafólk hans er ráðþrota. Oddviti Framsóknar virðist jafnframt ráðþrota. Hann hefur látið hafa eftir sér að leikskólavandann verði ómögulegt að leysa. Það er ekki rétt. Lausnin krefst þess hins vegar að við skoðum skólakerfið heildstætt. Hver hefur trúverðugleika? Allir flokkar sem bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum í vor lofa útspili í leikskólamálum. Skyldi engan undra. Málið snertir afskaplega mörg heimili og vinnustaði í borginni. Börnin sjálf missa fyrstu tækifærin til að þroskast og dafna innan um jafnaldra sína. Afar og ömmur hlaupa í skarðið, vinnuveitendur missa mikilvæga starfskrafta og nýir foreldrar þurfa að setja starfsframann á bið. Við töpum öll á því ófremdarástandi sem ríkir í leikskólamálunum. Þeir flokkar sem nú sitja í meirihluta hafa ekki trúverðugleika í málinu. Þeim hefur ekki tekist að vinna að lausn vandans – raunar neita þau að viðurkenna vandann. Börnum eru boðin leikskólapláss í skólum sem ekki eru til og biðlistar virðast standa í stað. Borgarstjóri er rúinn trausti. Það er kominn tími á breytingar í Reykjavík. Nýtt fólk með nýjar áherslur sem hefur kjarkinn til að framkvæma. Við getum leyst neyðarástandið í leikskólamálunum – en til þess þarf að hugsa út fyrir boxið. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun